Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 107
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
106
Blair Witch Project (Daniel Myrick og Eduardo Sánchez, 1999) er þekkt
dæmi um notkun „efnisfundar“-aðferðarinnar, sem hefur einmitt einkum
notið vinsælda í hrollvekjum.80
Þótt Cannibal Holocaust tilheyri auðvitað fleiri en einni kvikmyndagrein
liggur kannski beinast við að kenna hana við mannætuhryllingsmyndina,
sér-ítalska undirgrein hrollvekjunnar sem átti sitt blómaskeið frá því um
miðjan áttunda áratuginn fram á miðjan þann níunda.81 Mannætumyndin
á sjálf rætur að rekja til svokallaðra „mondo“-mynda, æsilegra heimildar-
mynda er leituðust við að raða saman og sýna yfirgengileg og hneykslanleg
atriði sem gjarnan voru tekin upp í framandi löndum. áhersla „mondo“-
myndanna á „frumstæða“ lífshætti, vígsluathafnir og „skrítna“ helgisiði,
líkamsmeiðingar og kynferðisathafnir skiluðu sér inn í mannætumyndirnar,
auk þess sem Cannibal Holocaust vinnur með heimildarmyndaformið til að
skapa raunsæisáhrif á máta sem minnir á „mondo“-hefðina.82
Ruggero Deodato hafði starfað allan sinn feril í ítalska braskmyndaheim-
inum og var vanur að færa sig eftir hentugleika milli kvikmyndagreina; hann
leikstýrði jafn ólíku efni og svokölluðum „Herkúlesar“-myndum og ofbeld-
isfullum glæpamyndum á borð við Lifðu eins og lögga, deyðu eins og maður
(Uomini si nasce poliziotti si muore, 1976).83 Cannibal Holocaust var ekki einu
sinni fyrsta mannætumyndin hans heldur var hann ráðinn til myndarinnar
í krafti velgengni Síðasta mannætuheimsins (Ultimo mondo cannibale, 1976),
og verkefnið sem honum var falið af þýskum og japönskum framleiðendum
var í raun einfalt, að gera aðra mynd áþekka Síðasta mannætuheiminum, helst
alveg eins, og búa þannig um hnútana að útkoman yrði arðvænleg.84 Það
Það myndi vera Emanuelle and the Last Cannibals (1977) í leikstjórn joe D’Amato.
80 um birtingarmyndir og virkni „efnisfundar“-aðferðarinnar í samtímahrollvekjum,
sjá David Bordwell, „Return to Paranormalcy“, davidbordwell.net, 13. nóvember
2012, sótt 12. apríl 2019 af http://www.davidbordwell.net/blog/2012/11/13/return-
to-paranormalcy/.
81 um þessa undirgrein hrollvekjunnar má lesa í jay Slater, Eaten Alive: Italian Canni-
bal and Zombie Movies, london: Plexus Publishing, 2002, og john Martin, Cannibal,
london: Stray Cat Publishing, 2007.
82 líkt og mannætumyndin þá er „mondo“-greinin tengd ítalskri kvikmyndagerð
nánum böndum. Sjá Mark goodall, „Shockumentary Evidence. The Perverse Polit-
ics of the Mondo Film“, Remapping World Cinema: Identity, Culture and Politics in
Film, ritstj. Stephanie Dennison, london: Wallflower, 2006, bls. 118–128.
83 Prýðilegt yfirlit um feril Deodatos er að finna í riti louis Paul, Italian Horror Film
Directors, jefferson og london: MacFarland & Company, 2005, bls. 342–376.
84 Harvey Fenton, julian grainger og gian luca Castoldi, Cannibal Holocaust and the
Savage Cinema of Ruggero Deodato, guildford: Fab Press, 1999, bls. 20.