Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 110
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
109
sjónarsömum hætti innbyggða „galla“ efnisins á filmuspólunum, en mynda-
upptökurnar uppfylla sjaldnast ströngustu kröfur um faglega umgjörð og
skýrleika. Eftir því sem hallar undan fæti fyrir ferðalöngunum verða upp-
tökurnar jafnframt óreiðukenndari. Myndavélin, sem er handheld, rekst
utan í hluti og sveiflast um, klippingar virðast handahófskenndar, á köflum
er filman rispuð, skot eru ýmist of- eða undirlýst, sumir kaflar eru hljóð-
lausir, og þar fram eftir götunum. Formlegt yfirbragð myndarinnar þjónar
þannig tvöföldum tilgangi, það styður við almenn raunsæisáhrif frásagnar-
innar – sem þegar eru auðvitað mikil í ljósi vettvangstakanna – og dulbýr
og „felur“ einnig gervileika brelluatriðanna.86 Þegar að misþyrmingum og
drápum á dýrum kemur var það reyndar óþarfi, slíkt var allt framkvæmt í
raun og veru, en við er að bæta að myndin notast jafnframt við afskaplega
bersýnar kynferðissviðsetningar og á það jafnt við um nauðganir og kynlíf.
Þegar Cannibal Holocaust var frumsýnd í Mílanó 7. febrúar 1980 voru það
bersýnu kynferðissýningarnar sem fyrst ollu titringi en á endanum reynd-
bálka“ í Cannibal Holocaust og segir fólkið einfaldlega áhugaleikara sem ráðnir voru
í hlutverk, og flutt úr íbúðum sínum og híbýlum í þéttbýlinu inn í frumskóginn.
Devil’s Advocates: Cannibal Holocaust, leighton Buzzard: Auteur, 2017, bls. 29-49.
86 Carolina gabriela jauregui greinir formræna hlið Cannibal Holocaust með forvitni-
legum hætti í greininni „Eat it alive and swallow it whole!: Resavoring Cannibal
Holocaust as a Mockumentary“, InVisible Culture: An Electronic Journal for Visual
Culture, 7/2004, sótt 3. júní 2019 af https://ivc.lib.rochester.edu/eat-it-alive-and-
swallow-it-whole-resavoring-cannibal-holocaust-as-a-mockumentary/.
Myndavélin gægist óttaslegin í gegnum laufblöðin og greinarnar í Cannibal Holocaust.