Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 120
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
119
Holocaust, en það eru tilteknar myndir sem hann undrast öðrum fremur að
sjá þar tilgreindar. Hann nefnir Friday the 13th (Sean Cunningham, 1980),
Happy Birthday to Me (j. lee Thompson, 1981) og Halloween II (Rick Ro-
senthal, 1981), en svo eru tvær myndir sem hann telur „óverjandi að meina
í níunda sæti á lista yfir fjörutíu fremstu leikstjóra heims þá starfandi. Framan af
leikstjóraferlinum gerði Cronenberg hrollvekjur og vísindaskáldskaparmyndir, og
má þar nefna Shivers (1975), Rabid (1977), The Brood (1979), Scanners (1981), Video-
drome (1983), The Dead Zone (1983) og The Fly (1986). Í seinni tíð hefur Cronen-
berg í auknum mæli leikstýrt myndum af öðrum toga og má þar nefna óperudrama-
myndina M. Butterfly (1993) er byggði á samnefndu leikriti David Henry Hwang,
mafíumyndina Eastern Promises (2007) og ævisögulega verkið A Dangerous Method
(2011), sem fjallar um vinnusamband Sigmund Freud og Carl jung. Myndin sem
árna Þórarinssyni er hugleikin, Scanners, er vísindaskáldskaparmynd sem fjallar um
hvernig hergagnafyrirtækið ConSec hyggst vopnavæða fámennan hóp fólks sem
uppgötvast hefur að býr yfir fjarskynjunar- og fjarhreyfingarhæfileikum. Varðandi
listann í The Guardian þá birtist hann undir yfirskriftinni „The World’s 40 Best
Directors“, Theguardian.com, 14. nóvember 2003, sótt 3. september 2019 af https://
www.theguardian.com/film/2003/nov/14/1.
Bannið á Scanners (1981) eftir David
Cronenberg olli undrun.
árni Þórarinsson var meðal þeirra sem
töldu kanadísku myndina Visiting Hours
(1982) eftir jean-Claude lord spenn-
andi og velheppnaða hrollvekju.