Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 139
SiGRÚn MaRGRéT GUðMUndSdóTTiR
138
að húsið sé annað og meira en sögusvið, eða bakgrunnur, það er – eins og
æði mörg hús í hrollvekjum – fyrirbærið sem getur af sér hrylling. Gotnesk
heimili taka íbúa sína á taugum, brjóta þá niður og eyða þeim jafnvel alger-
lega nema eitthvað sé aðhafst til að koma á friði (allra best er þó að brenna
þau til grunna).8 Í sumum frásögnum er það jafnvel ekki augljóst að sjálft
húsið sé ógnvaldur því það kann að virðast fremur hlutlaust sögusvið. Húsið
í kvikmyndinni sem hér um ræðir er af þessari gerð. Hlutverk þess í atburða-
rásinni virðist ekki mikilvægt við fyrstu sýn en í raun veldur húsið því að af
stað fara atburðir sem leiða að lokum til dauða aðalsöguhetjunnar.
Reimleikahús í skáldskap fjalla alltaf um dauðann í einhverri mynd. Eins
og kvikmyndafræðingurinn Barry Curtis segir þá eru reimleikahúsin á skján-
um nokkurs konar veraldlegt rými sem breiðir úr sér á milli kirkjugarðsins
og stofusófans og innan þessa rýmis fer uppgjörið við fortíðina fram.9 Reim-
leikahús liggja þannig á milli fortíðar og úrlausnar; vanþekkingar og þekk-
ingar; lífs og dauða. Þar búa afturgöngurnar sem sækja að sögupersónum
– og hugsanlega áhorfendum. Ef við sleppum úr klóm reimleikahússins
færumst við svolítið nær kirkjugarðinum. „Eilífðin“ getur hins vegar reynst
þeim sem sitja fastir innandyra ansi löng. Húsið fjallar ekki síst um forgengi-
leikann, eyðuna í samtímanum sem draugarnir hringsóla umhverfis.
Reimleikahús í smíðum
Húsið er fyrsta íslenska hrollvekjan í fullri lengd hér á landi og sækir í hefð
reimleikahúsakvikmynda. nokkrar slíkar myndir urðu geysivinsælar á vest-
urlöndum undir lok áttunda áratugarins og í upphafi þess níunda sem ætla
má að hafi einhverju ráðið um efnistökin í Húsinu. nefna má The Amityville
Horror (Stuart Rosenberg, 1979), The Changeling (Peter Medak, 1980) og
ekki síst The Shining (Stanley Kubrick, 1980). Þá er ónefnd kvikmynd sem
virðist hafa haft talsverð áhrif á handritshöfunda og leikstjóra Hússins og kom
út tveimur áratugum fyrr; kvikmyndin Rosemary’s Baby (Roman Polanski,
1963). Yfirlýst markmið handritshöfunda Hússins, sem auk Egils eru þeir
Björn G. Björnsson sem einnig hannaði leikmyndina og Snorri Þórisson
kynna myndina undir því, enda á það ágætlega við um það leyndarmál eða trúnaðar-
mál, sem um er að ræða í myndinni“. Guðlaugur Bergmundsson, „Helgarpóstsvið-
talið“, Helgarpósturinn, 4. mars 1983, bls. 12–13, hér bls. 12.
8 andrew Hock Soon ng, Women and Domestic Space in Contemporary Gothic. The House
as a Subject, Palgrave MacMillian, 2015, bls. 1.
9 Barry Curtis, Dark Places. The Haunted House in Film, London: Reaktion Books,
2008, bls. 218.