Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 141
SiGRÚn MaRGRéT GUðMUndSdóTTiR
140
má umfjöllun Hallgríms Thorsteinssonar um styrkveitingu Kvikmyndasjóðs
til sölu og kynningar á Húsinu í útlöndum árið 1984.16 Það er því óhætt að
segja að landsmenn hafi verið áhugasamir um myndina því þeir virðast hafa
flykkst í bíó. Markaðsstarf og gagnrýni hefur líkast til haft sitthvað með það
að gera auk þess sem ætla má að myndinni hafi verið vel tekið meðal kvik-
myndahúsagesta.
Hefð er fyrir því að kynda undir spennu væntanlegra hryllingsbíógesta
með því að lýsa dularfullum atburðum við tökur eða vinnslu slíkra mynda.17
aðstandendur Hússins hafa verið ýmsum hnútum kunnugir í markaðssetn-
ingu á hrollvekjum enda var meðal annars unnið með yfirskilvitlega þræði
þess í kynningarstarfi, sem fór að miklu leyti fram í viðtölum í dagblöðum. Í
viðtali við leikstjórann sagði hann frá „dularfullum“ atburðum sem urðu við
eftirvinnslu myndarinnar í Morgunblaðinu skömmu fyrir frumsýningu:
[E]fni myndarinnar byggðist ekki aðeins á dularfullum atvikum,
heldur hefði ýmislegt dularfullt komið upp þegar myndin var í
vinnslu. Til dæmis var verið að vinna við myndina þegar einn kafl-
inn kom ekki fram á sýningu. Þá átti að sýna tilvitnun í trúarlega
fundi, en tækin stöðvuðust og kvikmyndin datt út, en hljóðið hélt
áfram. Engin tæknileg skýring fannst á fyrirbærinu og sama varð
16 Hallgrímur Thorsteinsson, „Úthlutun Kvikmyndasjóðs 1984. Urgur í sumum –
aðrir bjartsýnir“, Helgarpósturinn, 3. maí 1984, bls. 17.
17 nefna má The Exorcist (William Friedkin, 1973), en hún er líklega þekktasta dæmið
um kvikmynd sem bölvun var talin hvíla á. Undarlegir atburðir virtust elta þá sem
komu að framleiðslunni með einum eða öðrum hætti og dauðsföll voru jafnvel rakin
til bölvunarinnar (sjá t.d. „Exorcism“, American Myths, Legends, and Tall Tales. An
Encyclopedia of American Folktale, ritstj. Christopher R. Fee og Jeffrey B. Webb, Ca-
lifornia og Colorado: aBC-CLiO, 2016, bls. 349–352, hér bls. 351). Það sama má
segja um The Omen (Richard donner, 1976), sem virtist einnig mörkuð illum öflum
sem eltu uppi ýmsa sem komu að framleiðslunni, til dæmis varð flugvél sem Gregory
Peck aðalleikari myndarinnar var um borð í fyrir eldingu (sjá t.d. Erin McCann,
„The Omen is One of the Most Cursed Film Productions Ever – and Some Believe
that Satan is Behind it“, sótt 5. september 2019 af https://www.ranker.com/list/the-
omen-film-set-haunting/erin-mccann). Umtalaðir voru einnig dularfullir atburðir
sem áttu að hafa gerst við endurgerð reimleikahúsa-hrollvekjunnar The Amityville
Horror. Ryan Reynolds sem lék aðalhlutverkið hélt því fram að allt kvikmyndaliðið
hefði vaknað klukkan 3:15 á hverri nóttu á meðan á tökum stóð, en um það sama
leyti átti fjölskyldan sem bjó í amityville húsinu að hafa verið myrt af fjölskyldu-
föðurnum (sjá t.d. Brian B., „Ryan Reynolds talks about The Amityville Horror Re-
make“, sótt 5. september 2019 af https://movieweb.com/ryan-reynolds-talks-about-
the-amityville-horror-remake/).