Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 142
„TvEGGJa Hæða HÚS Á BESTa STað Í BænUM“
141
uppi á teningnum nokkru síðar í myndinni þegar einnig var fjallað
um trúarleg atriði.18
Húsið var lofuð af gagnrýnendum og var meðal annars sagt að það væri
„vandað[…] og heilsteypt[…] kvikmyndaverk“19 og „best unna íslenska
kvikmyndin“.20 Talað var um að „valinn maður“ væri í hverju rúmi, og ekki
síst þótti verkið vera „þarft og gott framlag í [...] þroskasögu“ íslenskrar
kvikmyndagerðar þar sem handritið var frumsamið og kvikmyndin „ein sú
samfelldasta“ sem litið hafði dagsins ljós á Íslandi.21 Gagnrýnendum þótti
jafnframt vel hafa tekist að búa til sannfærandi hryllingsmynd. ingibjörg
Haraldsdóttir lét þau orð falla að „hrollurinn og spennan“ væru vakin „með
dulmögnuðu andrúmslofti, marri í stiga, flöktandi skuggum, undarlegum
draumum, einhverju sem vofir yfir eða hefur gerst áður, fyrir löngu“.
22 auk þess hældi hún vinnubrögðunum í kvikmyndinni:
[é]g fæ ekki betur séð en myndin þeirra sé fyllilega sambærileg við
ýmislegt sem sjá má í útlandinu og þykir gott þar, og það er útaf
fyrir sig afrek, við okkar frumstæðu aðstæður. […] Leikmyndin,
þ.e. innviðir gamla hússins sem segja má að sé aðal„persónan“ í
myndinni, var byggð sérstaklega í upptökusal, og einnig þar finnst
mér vel hafa til tekist. Húsið lifnaði á hvíta tjaldinu, ekki síst fyrir
tilstilli lýsingarinnar, sem var einkar vel við hæfi og skapaði dular-
fullt andrúmsloft.23
Orð ingibjargar fanga vel það sem veldur helsta óhugnaðnum. Húsið lifnar
við. Það nærist kannski ekki beinlínis á sögupersónum eins og Overlook
hótel Stephens King í The Shining eða húsið í skáldsögunni Slade House eftir
david Mitchell sem notar sálir fórnarlamba sinna sem orkugjafa, þó hrindir
það af stað atburðarás sem verður til þess að aðalpersóna sögunnar deyr.
18 „Mynd tilfinninga en ekki hesta og fjalla“, Morgunblaðið, bls. 24–25.
19 SER. „Húsið“, Dagblaðið Vísir, 8. apríl 1983, bls. 20.
20 Ásgrímur Sverrisson. „Íslenskur kvikmyndaannáll 1983“, Myndmál 2/1984, bls. 4–6,
hér bls. 4.
21 Baldur Hjaltason, „Mynd sem skiptir máli“, Dagblaðið Vísir, 14. mars 1983, bls. 43.
22 ingibjörg Haraldsdóttir, „Fyrsta íslenska hrollvekjan“, Þjóðviljinn, 16. mars 1983,
bls. 9.
23 Sama heimild, sami staður.