Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 144
„TvEGGJa Hæða HÚS Á BESTa STað Í BænUM“
143
allar helstu tónsmíðar sögunnar hafi verið samdar í blokk“. Pétur er fremur
óvirkur í fasteignaleitinni sem fer taugarnar á Björgu því hún segir: „Þetta
bara gengur ekki svona. Ef við ætlum að reyna að komast inn í einhverja
íbúð sem fyrst þá verðum við að vinna bæði að því.“ Það er því eins og sann-
kölluð himnasending (eða sending frá neðri og hlýrri tilverustigum, eftir því
hvernig á það er litið) þegar Pétur hringir óvænt í Björgu með tilboð sem
hún getur ekki hafnað. Hann segir: „viltu hús? […] viltu tveggja hæða hús á
besta stað í bænum?“ við þessari spurningu er aðeins eitt rétt svar ef um er
að ræða persónur í reimleikahúsamynd eða -sögu. Fasteignir sem virðast of
góðar til að vera sannar reynast yfirleitt vera það.27 Þetta gildir almennt um
eignir sem eru ásóttar í hrollvekjum. Húsið sem kærustuparið er svo lukku-
legt með að fá að leigja er eins og fleiri reimleikahús: stórt, gamalt og með
vafasama fortíð.28
Kynningin á reimleikahúsinu fer fram með óvenjulegum hætti. Húsið er
ekki sýnt utan frá líkt og oft er raunin þegar reimleikahús birtast í fyrsta sinn
heldur kynnast áhorfendur því fyrst innan frá.29 Í viðræðum við fasteigna-
miðlarann kemur í ljós að fortíðin loðir við húsið í formi herbergis sem leigj-
endurnir hafa ekki aðgang að, en hann segir: „Eins og við töluðum um þá
fylgir þetta herbergi ekki með í leigunni. Þau [fyrri eigendur] ætla að geyma
dótið sitt hérna.“ Í umræddu herbergi eru húsgögn geymd undir hvítum
lökum og gefið er í skyn að rýmið tengist fortíð hússins.
Kvikmyndatakan í atriði sem sýnir fyrstu stundir unga parsins í húsinu
gefur til kynna vísbendingu um ógnina sem lúrir yfir og stafar af fortíðinni
27 Tilboðinu um húsið sem er of gott til að vera satt eru gerð góð skil í skáldsögu
Roberts Marasco, Burnt Offerings. Í sögunni tekur Rolfe fjölskyldan sem er orðin
leið á þrengslunum í plásslítilli íbúð í new York slíku tilboði. Gömul og morkin
systkini bjóða hjónunum Marian og Ben og tólf ára gömlum syni þeirra risastórt hús
með sundlaug til leigu sumarlangt. Húsið er óvenjulega ódýrt, það ódýrt að faðirinn
verður tortrygginn. Systkinin sem eiga húsið virðast vera meðvituð um þessa reglu
hryllingsbókmenntanna um verðgildi húsa og hækka leiguverðið til að eyða efa-
semdum fjölskylduföðurins og landa þannig Rolfe-fjölskyldunni.
28 dale Baley fjallar um hús af þessari gerð í ritinu American Nightmares. The Haunted
House Formula in Popular Fiction, Wisconsin: Popular Press, 2011, bls. 57.
29 Þess má geta að allar innitökur í Húsinu fóru fram í sviðsmynd sem var smíðuð á
örskömmum tíma, fyrir utan atriði sem voru tekin upp í og við innganginn. Húsið
sjálft var í eigu Guðrúnar Sigfúsdóttur og Jóhanns Páls valdimarssonar sem gáfu
aðstandendum kvikmyndarinnar góðfúslegt leyfi til að „gera það ljótt“ á meðan
þau voru fjarverandi í vikutíma og taka kvikmyndina upp. Sjá Tómas valgeirsson,
„Undarlegir atburðir í draugahúsinu við Ásvallagötuna“, DV, 20. maí 2018, sótt
28. maí 2019 af https://www.dv.is/fokus/menning/2018/05/20/draugahusid-vid-as-
vallagotuna-stendur-enn/.