Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 146
„TvEGGJa Hæða HÚS Á BESTa STað Í BænUM“
145
hans og framagirni áhrif á það hver endalok Bjargar verða, því þessi per-
sónueinkenni valda því helst að unga fólkið heldur sig í húsinu. Pétur þarf
rými og frið til að semja, pláss fyrir flygilinn og finnst hann líka eiga það
skilið að búa vel – eða eins og hann orðar það: „helvíti líst mér vel á þetta
hús. Svona á maður líka að búa“. Það er því ekki einungis efnahagurinn sem
læsir þau inni, heldur festir hégómi Péturs unga parið – og þá sérstaklega
Björgu – öðru fremur í glæsihýsinu við Ásvallagötu.31 Björg er öllu rólegri en
Pétur yfir skyndilegum tröppugangi þeirra upp samfélagsstigann og svarar:
„veistu hvað svona hús kosta?“ en Pétri finnst hann eiga heimtingu á til-
teknum stað í borgaralegu samhengi og svarar: „ég meina, af hverju getum
við ekki eignast svona hús eins og allir aðrir?“ Það gefur auga leið að ekki
geta „allir“ geta keypt sér tveggja hæða einbýlishús, en Pétur vill tilheyra
þeim hópi sem á kost á því.
anne River Siddons, höfundur reimleikahúsasögunnar The House Next
Door segir að hús séu „framlenging[ar] af okkur sjálfum [...]. Skjólið mitt,
jörðin mín, annar hamur minn.“32 Í þessum skilningi sveipar Pétur sig hús-
inu og verður sem nýr maður, enda virðist hann finna sig í hlutverki heldri
borgara þegar hann býður í veislu í hálfgerðri óþökk Bjargar eftir frum-
flutning á tónverki sínu. veislugestir virðast bíta á agnið því erlend kona
lætur þessi orð falla undir glasaglamri og partískvaldri: „did you know that
composers made that much money, they can have nice houses like this?“
Sjálfsdýrkunin leiðir til einangrunar og einmanaleika sem gjarnan lýkur
í algjöru hruni sögupersóna.33 Glottið á Pétri breikkar jafnt og þétt eftir því
sem myndinni vindur fram og hann færist nær markmiðum sínum sem snú-
ast um að hljóta viðurkenningu fyrir tónsmíðarnar. Á meðan verður Björg
æ hnuggnari, enda virðist hún finna til ónotakenndar frá fyrsta degi í nýja
húsinu; hún þykist heyra umgang og undarleg hljóð, fer að dreyma illa og
31 Parið gæti til dæmis sparað sér leiguna með því að flytja inn til Unnar frænku Bjarg-
ar, sem leggst inn á spítala þegar þau eru nýflutt inn í húsið.
32 ann River Siddons, tilvitnun úr Stephen King, Danse Macabre [mobi], bls. 305. Á
ensku er tilvitnunin svona: „it is an extension of ourselves; it tolls in answer to one
of the most basic chords mankind will ever hear. My shelter. My earth. My second
skin.“ Siddons er sérstaklega að tala um konur í þessu samhengi, en dæmi eru einn-
ig um að húsið verði framlenging karlmannsins eins og Overlook hótelið varð Jack
Torrance.
33 Benda má á gotneskar skáldsögur Shirley Jackson í þessu samhengi. Í The Haunting
of Hill House eru allar persónurnar meira og minna einangraðar vegna einmanaleika,
sjálfsástar eða -haturs. Endalok Eleanor, sem verður eitt með húsinu á hæðinni í
sögulok fullkomna einangrunina.