Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 153
SiGRÚn MaRGRéT GUðMUndSdóTTiR
152
Rannsóknin skipar stóran sess í atburðarásinni. Með því að komast til
botns í ráðgátunni um fólkið í húsinu dregur Björg sína eigin fortíð fram í
dagsljósið. Hún fyllir þannig upp í eyðu í huga sér í sömu mund og hún setur
saman söguna um fortíð hússins. Áhorfendurnir sem taka þátt í að afhjúpa
fjölskylduleyndarmálið með Björgu kunna til dæmis að ráða í sakbitin svip-
brigði fósturforeldra hennar og kaupmannsins á horninu – sem snarhættir
að gera sig til við Björgu þegar hún byrjar að hnýsast. Á Landsbókasafninu
finnur Björg blaðagreinar um raunverulega foreldra sína, sem áhorfendur
heima í stofu eiga kost á að lesa „yfir öxlina á henni“. Fyrst finnur hún grein
sem fjallar um föður hennar ungan, Guðmund Hannesson, sem hefur náð
miklum árangri á miðilsfundum í Reykjavík. næsta grein fjallar svo um svik
hans, og vitnað er í einn fundarmann sem viðstaddur var miðilsfundinn.
Blaðagreinin er þannig:
MiðiLL STaðinn að STóRKOSTLEGUM SviKUM.
Lögreglurannsókn hefir staðið yfir og er ekki lokið ennþá.
[…]
Undanfarna daga hefir lögreglan haft í rannsókn mál sem leitt hefir
í ljós, að vel þekktur miðill, Guðmundur Hannesson hefir nýlega
haft í frammi stórkostleg svik í sambandi við miðilstarfsemi sína.
Hefir hann notið til þess aðstoðar segulbandstækis og framkallað
með því ýmsar raddir framliðinna. [Fundarmaðurinn segist] hafa
sýnt viðstöddum tækið og beðið þá að minnast þess, hvað hann
hefði heyrt. að þessu loknu hófst fundur og bað hann um leyfi til
að sitja i[n]nstur og fékk hann það. Hafði hann [fundarmaðurinn]
eins nánar gætur á gerðum miðilsins eins og honum var u[n]nt, en
þar eð miðillinn situr í algeru myrkri var ekki hægt að sjá hreyfing-
ar hans né annað látbragð. En hinsvegar þóttist hann í þetta sinn
einskis hafa orðið var, sem æfður svikari hefði ekki getað leikið.
Fundurinn var í styttra lagi, og fyrirbrigðin minni en oft áður og
fundur yfirleitt með lakara móti.60
60 Hér má vekja athygli á líkindum miðilsmálsins í Húsinu og afhjúpun Láru miðils í
Reykjavík árið 1940. Uppljóstrunin var með svipuðum hætti, hlutirnir sem miðl-
arnir notuðu til að búa til heimsóknir að handan urðu þeim að falli. Prettir Láru
ollu þvílíku fjaðrafoki þegar upp um þá komst að Alþýðublaðið henti síðari heims-
styrjöldinni út af forsíðunni 26. október 1940 fyrir frétt um svikamiðilsmálið mikla.
Það var Sigurður Magnússon, kennari og lögreglumaður, sem kom upp um Láru.
Hann fór að fara á fundi til frúarinnar vegna þess að hún sendi honum skilaboð um
að látin kona hans vildi tala við hann. Sigurður var tortrygginn og plantaði sér inn á