Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 160
„TvEGGJa Hæða HÚS Á BESTa STað Í BænUM“
159
minninga.78 Trámaminningar eru því kröftugri og áleitnari en aðrar minn-
ingar en í sömu andrá eru þær óljósari og erfiðara að henda reiður á þeim.
Segja má að þær ásæki hýsla sína löngu eftir að atburðurinn sem setur þær
af stað er liðinn.79 Þannig virðist sem líffræðileg samsetning heilans sé ekki
ósvipuð reimleikahúsi í líkinga skilningi.80 Reimleikar í skáldskap hegða sér
svo á áþekkan hátt og áföll í heilanum ef horft er til þess að eitthvað hrindir
af stað draugum fortíðarinnar sem taka að ásækja sögupersónur.81 innilok-
unin og einmanaleikinn sem einstaklingur sem þjáist af áfallastreituröskun
lýsir – og Bessel van der Kolk og fleiri vitna til í grein sem fjallar um raun-
veruleg trámatilfelli – kann jafnframt að minna á persónu sem er lokuð inni
í reimleikahúsi. viðkomandi einstaklingur greinir á svofelldan hátt frá upp-
lifuninni:
Þegar ég upplifi þessi endurlit eru þau óútskýranleg, ég get ekki
raðað þeim í rétta röð. Þar til nú hafa þau verið mjög ógreinileg.
nú þekki ég örlítið brot af þessari kvalafullu reynslu en þegar ég
nálgast hana og hætti að reyna að bægja henni frá mér lendi ég í
annars konar vandræðum. ég verð ringluð, ég týni hlutum og lendi
í slysum. Helsti harmurinn er einmanaleikinn: hversu ómögulegt
það er að miðla innri reynslu til annarra og vitneskjan um að ég
komist ekki út án þess að ganga í gegnum þetta allt aftur.82
78 E. ann Kaplan, Trauma Culture, bls. 34.
79 Tilfinningatengd orð virðast til að mynda hrinda minningum af stað úr möndlunni
til úrlausnar í framheilaberkinum fremur en hlutlausari orð. Sjá Roberta Cabeza
og Kevin LaBar, „Cognitive neuroscience of emotional memory“, Nature Reviews
Neuro science, 7/2006, bls. 54–64, hér bls. 55–56.
80 Ysta lag heilans kann jafnframt að minna einhverja á völundarhús, svo ekki sé minnst
á innvolsið, þéttriðið net tauga og svæða sem hverju um sig er ætlað að hýsa tiltekna
starfsemi líkamans eða hrinda af stað geðshræringum. Það má t.d. hafa í huga kerfi
myrkra tauga (e. dark neurons) í heilanum, sem enginn veit hvaða hlutverki sinna.
Mandlan er staðsett neðarlega í heilanum við elsta svæði hans sem nefnt hefur verið
drekinn og ef þverskurður heilans er skoðaður myndrænt er engu líkara en mandlan,
sem er agnarsmá möndlulaga massi – kannski líkt og hvelfing – sé umlukinn víðfemu
völundarhúsi. Mandlan er þannig eins og vondi staðurinn í húsinu, kjallari kastalans
sem geymir leyndarmál sem gotneska söguhetjan þarf að rekja sig að og ljúka upp til
að sleppa út úr reimleikahúsinu.
81 Tráma innan fjölskyldunnar er algengt viðfangsefni reimleikahúsasagna; feðgarnir í
The Shining eru í áfalli eftir ofbeldi Jacks gagnvart danny og Eleanor vance er í losti
eftir að hafa mögulega flýtt fyrir dauða móður sinnar í The Haunting of Hill House
og tráma sem fjölskyldurnar í skáldsögunni The Elementals Michael Mcdowell verða
fyrir grefst bókstaflega með reimleikahúsinu undir mörgum tonnum af sandi.
82 Bessel van der Kolk o. fl., „The Psychobiology of Traumatic Memory. Clinical