Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 163
SiGRÚn MaRGRéT GUðMUndSdóTTiR
162
og verður táknræn fyrir eyðuna sem skapast í huga þeirra.86 Engin leið er
að vita hversu langan tíma Hans og Gréta voru í skóginum, á sama hátt vita
áhorfendur ekki hversu lengi Björg hefur leitað æskuminninganna. Pipar-
kökuhús nornarinnar er eins og sykurhúðuð birtingarmynd áfallsins sem
börnin urðu fyrir.
Húsið verður einnig táknrænt fyrir það sem Björg hefur tapað – og
gleymt. Herbergið þar sem fyrri íbúar hússins geyma muni sína er eins og sá
hluti heilabús Bjargar sem er undirlagður af fortíðinni. Gömul húsgögn sem
hulin eru hvítum lökum tákna leyndarmálin sem liggja falin í byggingunum
í reimleikahúsakvikmyndum – og lökin minna jafnframt á drauga. Í kvik-
myndinni The Others (alejandro amenábar, 2001) er líkindunum gerð skil
þannig að innanstokksmunir í húsinu eru sveipaðir lökum. auk þess gengur
móðirin inn á börnin sín tvö undir hvítum dulum. Í atriðinu eru börnin sjálft
leyndarmálið; þau eru dáin, án þess að vita það.87 Búningaleikur barnanna
verður í því ljósi bæði óhugnanlegur og írónískur, því hann gefur uppi það
sem móður þeirra er hulið. Þau eru draugarnir sem fylgja húsinu. Herbergið
í Húsinu birtist á líkan hátt sem geymsla fyrir það sem ekki er hægt að orða
– til að undirstrika það eru húsgögnin hulin hvítum lökum líkt og börn í
draugabúningum á öskudaginn. Í stað þess að vera griðastaður reynist húsið
ógn, en ekki síður líkami Bjargar þar sem trámað vekur með henni ótta, hvað
eftir annað eins og afturganga.
Endurlitin á fortíðarsviðið eru alltaf óyrt, í þeim talar enginn. Mynda-
takan gerir persónur jafnframt ókennilegar þar sem sjónarhornið er oft að
neðan og upp, líkt og úr líkamshæð barnsins, andlitin eru gjarnan lengi í
mynd og persónurnar sýna ýkt svipbrigði þar sem (of) skammt er á milli
bross og sorgar. Þannig dregur rými heimilisins fram átök innri og ytri
heims, á milli einstaklings og samfélags. Fólkið sem fram kemur í endur-
litunum hefur nefnilega haldið atburðum æskunnar leyndum fyrir Björgu.
Í þeim skilningi tekur það af henni sjálfsákvörðunarvald. Það birtist ekki
síst í því að þau Pétur eru leigjendur – sem hafa ekki einu sinni afnot af öllu
húsinu. Rýmið sem þau hafa ekki aðgang að táknar því ekki einungis það
hvernig Björg hefur holað atburðum fortíðarinnar niður í hvelfingu í heil-
anum, heldur sýnir það einnig að það er að hluta eldri kynslóðinni að kenna
að ástandið helst óbreytt.
86 Móðir Hans og Grétu, sem verður að stjúpu í yngri gerðum, deyr á sama tíma og
nornin. Þannig tengist heimilið piparkökuhúsinu, móðirin sem vill drepa börnin
verður að vondri norn í huga barnanna.
87 Kvikmyndin A Ghost Story (david Lowery, 2017) fjallar einnig um nýlátinn mann
sem gengur aftur í líki draugs í hvítu laki.