Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 168
„TvEGGJa Hæða HÚS Á BESTa STað Í BænUM“
167
í stað Péturs sem sefur grandalaus í sætinu hans pabba. aftur er klippt á
andlit Guðmundar sem brosir lítillega, að því er virðist til Bjargar sem nú
er sjónbeinandi, og lítur til vinstri. Þá er klippt yfir á Pétur, sem einnig
er vaknaður og tekur við höfuðhreyfingu föður Bjargar og augnatillit hans
endar á plötuspilaranum sem höktir í rásinni.90 Boltinn sem Guðmundur
hafði í höndununum í endurlitinu eða draumnum stendur nú á borðinu fyrir
framan Pétur. Mennirnir tveir halda áfram að klára hreyfingar og svipbrigði
hvor annars, að minnsta kosti frá sjónarhóli Bjargar. Spennan nær hámarki
þegar Pétur og pabbi standa upp. Pétur slekkur á plötuspilaranum og geng-
ur til Bjargar en það er pabbi hennar sem virðist strjúka henni um vangann.
Björg öskrar upp yfir sig, skelfingu lostin og Pétur spyr: „Ástin mín, var
þig að dreyma eitthvað illa?“ atriðinu lýkur þegar Björg beinir sjónum að
boltanum á borðinu sem bendir til þess að húsið sé rými þar sem ólíkir tímar
tvinnast saman. næsta atriði hefst á hefðbundnum ramma úr reimleikahúsa-
kvikmyndum þar sem húsið er sýnt uppljómað í nóttinni. Myndavélinni er
beint upp eftir heimilinu svo það virðist bæði stórt og myrkt. Ramminn kann
að fylla áhorfendur af grunsemdum í garð hússins vegna þess sem á undan
gerðist.91 Þegar hér er komið sögu fer vart á milli mála að húsið hafi eitthvað
að gera með líðan Bjargar. Plötuspilarinn og hljóðið sem hann varpar frá sér
eru táknmyndir kvíða – kannski eins og sjálft reimleikahúsið.92 Þar spólar
tíminn í sömu lokuðu brautinni.93
90 Tími og rúm birtast með svipuðum hætti í sjónvarpsleikritinu Dómsdegi, þar sem
fortíðin ryðst sífellt inn í rauntíma frásagnarinnar. Í myndinni bíður Einar Bene-
diktsson þess að 12. janúar 1940 renni upp, en þann dag árið 1893 lést Sólborg.
Hann telur að hún komi að vitja hans þennan sama dag, áratugum síðar. Opin
lykkja hverfist um dagsetninguna, sem er ítrekuð með þráhyggjukenndum hringj-
unum sem skáldið teiknar utan um liðna daga á dagatalinu sem rennur saman við
mynd af vínylplötu sem hringsnýst á plötuspilara. Kólfurinn á klukkunni varpar svo
áhorfendum aftur á fortíðarsviðið þar sem drykkfelldur presturinn, ólafur, blaðar í
ritningunni á meðan lítil mús hringsnýst upp eftir borðfæti eins og til að minna á
hvernig vitund áhorfenda ferðast upp og niður eftir hlykkjum gormsins – tímans –
fyrir tilstilli kvikmyndarinnar. Sjá Dómsdagur, leikstj. Egill Eðvarðsson, Reykjavík:
Ríkisútvarpið, 1998.
91 Það er að segja hafi titillinn, markaðssetning og almenn þekking á reimleikahúsa-
hefðinni ekki fyllt þá grunsemdum fyrr.
92 Robert J. Belton fjallar um kvíðann sem tengist plötuspilaranum í bókinni, Alfred
Hitchcock’s Vertigo and the Hermeneutic Spiral, London: Palgrave Macmillian, 2017,
bls. 98.
93 Þess má geta að plötuspilari hefur verið tengdur við óróleika innan veggja heimilis-
ins og dauða kvenpersónunnar í kvikmyndinni Meshes of the Afternoon (Maya deren,
1943). Myndin skapar óróleika með óhefðbundum klippingum þar sem rótað er við