Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 169
SiGRÚn MaRGRéT GUðMUndSdóTTiR
168
að þessu leyti svipar húsinu um margt til annarra bygginga reimleika-
húsahefðarinnar. Húsið í skáldsögu Suzanne Hill, Woman in Black er líkast
ofvöxnu upptökutæki sem spilar hryllilega atburði fortíðarinnar aftur og aft-
ur í trámatengdri lúppu. Í kvikmyndaaðlöguninni frá árinu 1989 vinna hand-
ritshöfundurinn nigel Kneale og leikstjórinn Herbert Wise hugmyndina
um hljóðrás hryllingsins áfram, því aðalpersóna sögunnar skrásetur ógurlega
atburðina sem henda hana og um leið eigin ótta með því að taka upp lýsingar
á draugaganginum á vaxhólka, en sagan gerist á fyrri hluta síðustu aldar. við
þetta má bæta að húsið, sem nefnist Eels Marsh House, stendur á löngum
tanga og á háflæði kemst enginn að því, rétt eins og Overlook hótelið er
einangrað af snjó nokkra mánuði á ári. Bæði eru háð hringrás jarðar og stöðu
himintunglanna og þannig birtist hringrásin í hinu smæsta til þess stærsta.
Flókin vensl tíma og minninga birtast í ýmsum myndum í vestrænni
menningu, t.d. í náttúruskáldskap 19. og 20. aldar, en Guðni Elísson gerir
hringrásarform samræðuljóðsins að umfjöllunarefni í grein um ljóðlist
Steinunnar Sigurðardóttur. Hann segir:
Samræðuljóðið hefst venjulega á staðarlýsingu en hverfist svo inn
á við og getur viðfangsefnið verið atburður úr æsku, úr tíma sem
stendur ljóðmælanda nær, eða annað viðfangsefni sem er ljóðmæl-
anda hugleikið. Eftir því sem þekking ljóðmælandans á nánasta
umhverfi sínu vex, sér hann sjálfan sig í öðru ljósi og getur jafnvel
komist að nýjum sannindum um veruleikann. Undir lok ljóðsins
er skilningur hans á sjálfum sér og hlutskipti sínu því jafnan annar
og dýpri en í upphafi ljóðsins, en tilgangur samræðuljóðsins var
meðal annars að sýna fram á lifandi samspil mannshugans við
efnisheiminn, þar sem hringrásarformi ljóðsins var ætlað að spegla
eilífa hringrás veruleikans.94
hefðbundinni einingu tíma og rýmis. deren notar plötuspilara til að tengja tæknina
óróleika á heimilinu. nálin á plötuspilaranum er á plötunni sem spilast, en mynd-
in var upprunalega þögul svo platan leikur þögnina eina. Í næsta atriði á eftir fer
myndavélin hratt niður stiga. næsti rammi á eftir sýnir persónu sitja í hægindastól.
Í kjölfarið er þysjað inn á kvenmannsauga sem lokast smám saman. Myndinni lýkur
með dauða aðalpersónunnar, konunnar. Sjá Robert J. Belton, Alfred Hitchcock’s Ver
tigo and the Hermeneutic Spiral, bls. 98–99. Belton segir auk þess plötuspilarann vera
freudískt tákn þar sem tækið samanstendur af nál (óumdeilanlegu fallusartákni), sem
smýgur inn í rauf (jafnóumdeilanlegu tákni fyrir sköp) þannig að hringrásin skapar
ánægju eða unað – (eða alls ekki). Sama heimild, bls. 99. Í þessu tilliti er áhugavert að
skoða höktið í plötuspilaranum í Húsinu, m.t.t. sambúðar þeirra Bjargar og Péturs,
sem líður ekki beinlínis hnökralaust áfram.
94 Guðni Elísson, „„Megi þokunni ekki létta“. náttúra og ímyndunarafl í ljóði Stein-