Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 170
„TvEGGJa Hæða HÚS Á BESTa STað Í BænUM“
169
Segja má að framvindan í Eel Marsten húsinu minni á spíral og kynslóðirnar
í Húsinu birti sama form. Með hverjum nýjum íbúa hússins verður ofurlítil
breyting á endurtekningunni, rétt eins og veröldin breytist lítið eitt með
hverju risi og hverju hnigi sjávar. Spírallinn er líka táknmynd vitundar í tíma,
þegar menn snúa aftur þangað sem þeir hafa verið áður. Staðurinn er sá sami
en þó ekki því hann hefur breyst með þeim sem heimsækir hann.95 Þannig
eru tími og rúm lykilatriði í Húsinu, eins og í fleiri gotneskum verkum sem
tvinna saman óhugnanlega arfleið kynslóðanna og innilokunarkenndina sem
fylgir því að lokast af inni í rými.
Mamma, ég vil koma til þín
vegna þess að illvirkin sem hafa átt sér stað í reimleikahúsum eru nánast
alltaf tengd leit sögupersóna að eigin uppruna má segja að húsið verði að
táknrænu rými – vöggunni þar sem allt hefst, eða móðurkviðnum. að baki
leitinni að upprunanum og sjálfinu liggur líkami móðurinnar og hann er því
bókstaflega hryllingshúsið í fjölmörgum frásögnum, líkt og Psycho (alfred
Hitchcock, 1960), Carrie (Brian de Palma, 1976) og Braindead (Peter Jack-
son, 1992).96
Um Guðnýju, móður Bjargar, stendur í minningargrein sem Björg finn-
ur á Landsbókasafninu: „[…] var Guðný manni sínum ómetanleg stoð og
stytta […] í öllu því sem Guðmundur tók sér fyrir hendur. […] Guðný bjó
manni sínum látlaust en fagurt heimili.“ Svo virðist sem Guðný hafi verið
umsjónarmaður hússins á undan Björgu, sem er ekkert sérstaklega eftirsókn-
arvert starf því það dregur konur til dauða.97 Hún fær það hlutverk að hugsa
um reimleikahús sem hún sinnir af svo mikilli kostgæfni að hún múrast þar
inni að lokum, eins og kynslóðir kvenna á undan henni.
unnar Sigurðardóttur „Á suðurleið með myndasmið og stelpu““, sem birtist í bók-
inni Hef ég verið hér áður. Skáldskapur Steinunnar Sigurðardóttur, eftir Öldu Björk
valdimarsdóttir og Guðna Elísson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2011, bls. 71–88,
hér bls. 73.
95 Þess má geta að á miðöldum var mönnum tamt að hugsa um tímann sem spíral,
sem óx upp á við. Hugmyndin var sú sama, að sagan endurtæki sig með örlitlum til-
brigðum. Sjá Bergljót Soffía Kristjánsdóttir. „introduction“, The Saga of The People
of Laxardalur, new York: Penguin, 2008, bls.ix–xli, hér bls. xxvi–xxviii.
96 Barbara Creed, The Monstrous Feminine. Film, Feminism, Psychoanalysis, London og
new York: Routledge, 2007, bls. 54–55.
97 nefna má húsfreyjuna Marian Rolfe í Burnt Offerings Roberts Marasco, sem fórnar
lífinu og fjölskyldunni til að þjónusta reimleikahús. Það sama má segja um Eleanor
vance sem lætur lífið og verður eitt með Hæðarhúsinu í skáldsögu Shirley Jackson
The Haunting of Hill House. Og menn eru ekki undanskildir eins og rætt hefur verið
hér fyrr í tengslum við Jack Torrance.