Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 172
„TvEGGJa Hæða HÚS Á BESTa STað Í BænUM“
171
konar grafhvelfing; þar sem allt endar.101 Það er móðurkviðurinn líka að sínu
leyti, því leg Bjargar verður í senn vagga og gröf barnsins sem hún ber undir
belti þegar hún deyr í lok myndar.
Við endum öll í garðinum – ef við erum heppin
Endurtekningin er sem greypt í byggingu kvikmyndarinnar Hússins og tekur
einnig mið af ferli spíralsins. Áhorfendum er gefin vísbending um það í upp-
hafi Hússins að örlög sögupersóna verði ekki umflúin. Myndin er ramma-
frásögn, því að upphafs- og lokaatriði hennar er tekið við sama inngang
Hólavallakirkjugarðs. Rauður Citroën 2Cv þýtur framhjá norðurinngangi
kirkjugarðsins, sem er í fullum blóma í sumarbyrjun þegar myndin hefst.102
Gömul kona gengur inn í garðinn fyrir miðri mynd og myndavélin fylgir
henni eftir. Í þann mund sem bíllinn ekur út úr myndrammanum hægra
megin keyrir annar rauður bíll inn í mynd við útgang kirkjugarðsins úr
gagnstæðri átt. atriðið gefur til kynna að myndin hverfist um dauðann, bíll-
inn sem hringsólar í kringum hvíldarstað hinna látnu er fyrirboði um enda-
lokin. Í lok myndarinnar fylgja áhorfendur Pétri sama spöl og konunni fyrr,
inn í kirkjugarðinn nema að þessu sinni að gröf Bjargar. Árstíðaskipti hafa
einnig orðið, nú er komið haust. Þannig smíðar kvikmyndin tráma inn í
bygginguna, ramminn gefur til kynna opinn hring sem er svo endurtekinn í
smærri byggingareiningum frásagnarinnar. Byggingin samræmist hringlaga
gerð trámans sem liggur í kjarna frásagnarinnar. Björg hvorki man né getur
sleppt tökunum á atburðunum sem ollu áfallinu, hún er því dæmd til að
reika um og leita að lausninni. vofurnar eru þannig vitneskjan sem leynist
á milli hússins og kirkjugarðsins, fullvissan um það að engir draugar bíði
hennar handan við gáttina þegar á leiðarenda er komið.
101 Carol Margaret davison, „Haunted House/Haunted Heroine. Female Gothic Clos-
ets in “The Yellow Wallpaper““, Women’s Studies, 33: 1/2004, bls. 47–75, hér bls. 55.
102 Til gamans má geta að þessi bíltegund hefur gjarnan verið kölluð tinsnigill (e. Tin
Snail), sem kann að minna einhverja áhorfendur á vW bjölluna, eða „rauðu pödd-
una“ (e. red bug), hans Jacks Torrance úr The Shining, skáldsögu Kings.
Móðir Bjargar.