Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 174
Björn Þór Vilhjálmsson
og Kjartan Már Ómarsson
Þýðingar, þjóðarbíó og hrifmagn
Inngangur
Þýðingarnar sem hér fara á eftir snúa annars vegar að árbíóinu og hins
vegar að þjóðarbíóinu. Greinin sem fjallar um árbíóið er „Hrifmagnsbíóið:
Árbíóið, áhorfandinn og framúrstefnan“ eftir bandaríska kvikmyndafræð-
inginn Tom Gunning, en hún markaði djúp spor í viðtökur og skilning á
kvikmyndagerð fyrstu áratuga kvikmyndalistarinnar. Síðari þýðingin er á
grein breska kvikmyndafræðingsins Andrews D. Higsons, „Takmarkandi
ímyndunarafl þjóðarbíósins“, og hverfist eins og titillinn gefur til kynna um
hugmyndina um þjóðarbíó.
Í báðum tilvikum er um mikilvæg kvikmyndafræðileg hugtök að ræða,
þótt stundum geti verið vandasamt að gera grein fyrir þeim með ásættanleg-
um hætti. Fyrrnefnda hugtakið, „árbíó“, er þýðing á enska hugtakinu „early
cinema“ og er þar jafnan átt við tímaskeiðið fram að framkomu frásagnar-
myndarinnar í nútímalegum skilningi, en gjarnan er litið til ársins 1907 sem
straumhvarfa í þessu samhengi.1 Nokkuð er þó deilt um skilgreiningar og
tímasetningar þegar að endimörkum árbíósins kemur, og hefur því til að
mynda verið haldið fram að árbíóinu ljúki ekki með ákveðinni dagsetningu
eða ártali heldur samlagist það „næsta þróunarskeiði“ kvikmyndalistarinnar.
Réttast sé því að tala um tímabil, t.d. frá 1907-1913, eða 1908 til 1917, og þá
sem eins konar millibilsástand. Árbíóið hefur ekki verið „yfirstigið“ og ekki
er heldur hægt að greina fullmótaða lögun hinnar nútímalegu kvikmyndar.2
1 Það er á þessum tíma sem tekið er að notast við fleiri skot til að segja flóknari sögur
í kvikmyndum, og kvikmyndagerðarmenn eru að fínpússa framsetningarhætti á tíma
og rúmi á máta sem gerði áhorfendum kleift að fylgja fjölþættari frásagnarfram-
vindu.
2 Í grein Toms Gunnings sem hér er þýdd nefnir hann sjálfur 1907-1913 sem tímabil
Ritið
2. tbl. 19. árg. 2019 (173–182)
© 2019 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundar greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
10.33112/ritid.19.2.6
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).