Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 177
BjöRN ÞóR VIlHjÁlmSSoN oG KjARTAN mÁR ómARSSoN
176
greinar hans hátt á annað hundrað. Samband kvikmynda og tækni hefur ver-
ið honum hugleikið auk menningarsögulegra áhrifaþátta kvikmyndasýninga
og reynsla hins ,sögulega áhorfanda‘ ber endurtekið á góma. Segja mætti að
vandkvæði tengd kvikmyndastíl, kvikmyndatúlkun, kvikmyndasögu og kvik-
myndamenningu séu ráðandi stef í skrifum hans en þar hafa rannsóknir á
árbíóinu og nútímamenningu vegið einna þyngst. Það er einna helst í því
samhengi sem hugtak hans um „hrifmagnsbíóið“ kemur fram sem tilraun til
þess að binda kvikmyndir öðrum öflum en þeim sem snúa að sifjum þeirra
við frásagnarhefð skáldsögunnar og leikhússins, sér í lagi öfl sem vakna við
myndun nýrrar sjónmenningar sem var í burðarliðnum við upphaf síðustu
aldar.5
Grein hans um hrifmagnsbíóið er án efa hans þekktasta verk en hún er
afleggjari stærri umræðu sem átti sér stað í kvikmyndafræðum undir lok
áttunda áratugarins. Hópur kvikmyndasagnfræðinga kom saman í Eng-
landi til þess að rita ,nýja sögu‘ kvikmyndarinnar á FIAF (Alþjóðasamband
kvikmyndasafna) ráðstefnu í Brighton árið 1978.6 Þar funduðu skjalaverðir
og kvikmyndasagnfræðingar með það markmið í huga að endurskrifa kvik-
myndasöguna út frá nýjum viðmiðum sem myndu byggja á þekkingarfræði-
legum, and-markhyggnum og efnishyggjulegum forsendum (t.d. dreifi-
kerfum kvikmynda, sýningarstöðum, ritskoðunum og orðræðum utan
fagtímarita), en ekki – líkt og hafði viðgengist fram að því – út frá öldu-
toppum kvikmyndalegra stíltilrauna, meistara og meistaraverka.
Eitt helsta grettistak þessarar nýju söguhyggju var að koma á fót stofni
áreiðanlegra og sannreynanlegra gagna sem þóttu snerta á sögulegri þró-
un kvikmyndarinnar og sú varð raunin að ný rannsóknarsvið opnuðust
þegar hugað var að fjölmiðlaumhverfi árbíósins, iðn- og markaðsvæðingu
skemmtana og tómstunda. Sýnt þótti að rannsóknir á samhengi sýningar-
halds gætu þjónað burðarhlutverki í lausn vafamála sem snertu framleiðslu
kvikmynda og formlega þróun þeirra. Kannanir ,nýju sagnfræðinga‘ – m.a.
Charles musser, janet Steiger og Russell merrit – leiddu í ljós að kvik-
Years at Biograph, University of Illinois Press, 1993; The Films of Fritz Lang: Allego-
ries of Vision and Modernity, london: BFI, 2000; Fantasia of Color in Early Cinema,
Amster dam University Press, 2015.
5 Sjá t.d. Tom Gunning, „A Culture of Shocks and Flows“, Modernity and Cinema,
ritstj. murray Pomerance, New Brunswick, New jersey og london: Rutgers Uni-
versity Press, 2006, bls. 297-315.
6 Um straumhvörf Brightonfundarins í kvikmyndasögulegum rannsóknum má t.a.m.
lesa í jan-Christopher Horak, „The FIAF Brighton Conferenc (1978): Ten Years
After“, Historical Journal of Film Radio and Television, 1991, bls. 279–291.