Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 178
ÞýðINGAR, ÞjóðARBÍó oG HRIFmAGN
177
myndasaga Bandaríkjanna væri raunar náskyld sögu farandssýninga og ann-
arra alþýðuskemmtanna, sem gekk gegn ríkjandi söguskoðun þess tíma. En
fram að því hafði viðkvæðið hljómað á þá leið að kvikmyndin væri vafalaust
systir skáldsögunnar og leiklistarinnar. Þau skrif sem fylgdu í kjölfar Brig-
htonfundarins gátu af sér urmul nýrra ganga og kennikerfa sem reyndust
grundvöllur fyrir nýjum skilningi kvikmyndalegrar ,þróunar‘ í upphafi
tuttugustu aldarinnar. Það er sá grundvöllur sem grein Gunnings um hrif-
magnsbíóið stendur á.
Kvikmyndir frá upphafi 20. aldar höfðu vakið áhuga Gunnings sökum
þess að þær samþættu ekki endilega ímynd við óslitna frásöguformgerð, auk
þess sem þær ávörpuðu áhorfendur á aðra leið en kvikmyndir sem bjuggu
yfir heilsteyptum og sjálfstæðum söguheimi. Í Brighton flutti Gunning er-
indi sem kallaðist „ólínulegur stíll í árbíóinu“ þar sem gerð var tilraun til að
tjá þá róttæku misleitni sem finna mátti í frásagnarkvikmyndum milli 1900
og 1906.7 megininntak þess var að kvikmyndir þess skeiðs væru trúlegri til
þess að hafa í frammi mælskufræði sýndarmennskunnar en að hneppa áhorf-
endur í algleymi frásagnarinnar.
Hugmyndir Gunnings voru að einhverju leyti mótaðar af hópi framúr-
stefnuhreyfingar í New York á áttunda áratugnum, sér í lagi kvikmyndagerð-
armanna á borð við Ernie Gehr, Hollis Frampton og Ken jacobs sem höfðu
allir grandskoðað kvikmyndir árbíósins og innlimað í eigin verk. Kvikmynd-
ir þeirra spiluðu því lykilhlutverk í endurskoðun Gunnings á kvikmyndum
árbíósins og lausn þeirra undan þróunarlegri markhyggju, sem taldi þær
eingöngu frumstæð upphafsskref í átt til fullkomnunar frásögumyndarinnar.
Eins höfðu viðtökufræði þess tíma og sér í lagi skrif lauru mulvey um getu
kvikmyndaformsins til að stjórna sjónmáli áhorfandans viss áhrif og bentu
á mögulega nauðsyn þess að hafa sögulegan áhorfanda í huga.8 Þar að auki
er eflaust að skrif Noël Burch um kvikmyndir Edwins Porters sem birtust
í Screen seint á áttunda tug og hugmyndir hans um ,frumstæða‘ bíóið hafi
verið mótandi.9 Í kjölfar Brighton heldur Gunning áfram endurskoðun ár-
bíósins og kom frumútgáfa þeirrar greinar sem hér birtist á íslensku fyrst
á prent árið 1986 í tímaritinu Wide Angle en ekki í endanlegri útgáfu fyrr
7 Tom Gunning „The Non-Continuous Style of Early Film“, Cinema 1900/1906: An
Analytical Study, ritstj. Roger Holman, Brussel: FIAF, 1982, bls. 213-230.
8 Sjá: laura mulvey, „Sjónræn nautn og frásagnarkvikmyndin“, Áfangar í
kvikmyndafræðum, þýð. Heiða jóhannsdóttir, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: For-
lagið, 2003 [1975], bls. 330–342.
9 Sjá: Noël Burch, „Porter, or Ambivalence“, Screen, vetur 1978, bls. 91–106 og Praxis