Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 182
ÞýðINGAR, ÞjóðARBÍó oG HRIFmAGN
181
Þegar um þjóðarbíóið er rætt í fræðilegu samhengi er hugtakið þó oftast
margslungnara en sem þessu nemur, og það er sannarlega tilvikið í skrifum
Higsons.17 Hægt væri til dæmis að gagnrýna lýsinguna hér að ofan á þeim
forsendum að henni svipaði fullmikið til þess hvernig almennt er hugsað
um þjóðlegan kvikmyndaiðnað, ekki síst vegna þess að þjóðarhugtakið og
menningarhugtakið gegna takmörkuðu hlutverki í útlistuninni. mikilvægt
væri í öllu falli að gera greinarmun á þessu tvennu, þjóðlegum kvikmynda-
iðnaði og þjóðarbíói, og tengja hið síðarnefnda við hugtökin sem nefnd voru
rétt í þessu, þjóðina og menningu. Þegar svo grennslast er fyrir um merk-
ingu þjóðar-hlutans í þjóðarbíóhugtakinu, sem og tengsl þess við menningu
og samfélag, blasa áhrif írska sagnfræðingsins Benedicts Andersons við. Rit
hans, Ímynduð samfélög, hefur haft mikil áhrif á skilning kvikmyndafræðinga
á þjóðarhugtakinu og þjóðarbíóinu.18
Sporgöngumenn Andersons líta ekki á þjóðina sem skýra og afmarkaða
heild, hvurs saga og svæðisbundin tilvist í veruleikanum tryggir að hún sé
„raunveruleg“ og búi yfir merkingu sem er stöðug og upphafin, auk þess
að vera nægilega andrík til að deila virkni sinni með þegnunum. Þess í stað
framsetur Anderson þjóðina sem menningarlega mótað og huglægt fyrir-
bæri sem verður til í ákveðnum tilgangi og er markvisst viðhaldið, þjóðin
er fóstruð ekki síður en hún fóstrar. Í sífellu þarf að hlaða hana merkingu
og gæta þess að ímynda- og hugmyndavefurinn sem hún samanstendur af
flosni ekki upp eða sé afhjúpaður. markmið ímyndaðra samfélaga af þessu
tagi eru samheldni og hagsæld, en þeim til grundvallar liggur jafnframt hug-
myndafræði og ýmiskonar valdaafstæður og hagsmunir sem þýðir að gang-
virki þeirra getur verið háskalegt, og er síður en svo saklaust. menningin er
hins vegar ytri ásýnd þessa gangvirkis, sem þannig verður jafnframt ásættan-
legra, og mikilvægur stýriþáttur í samsetningu þjóðarinnar og varnarvirki
gegn öllu því sem getur látið snurðu hlaupa á þráðinn í samfélagsgerðinni.
Ef hugsað er um þjóðarbíóið á slíkum forsendum færist áherslan frá þeim
formlegu skilyrðum sem sett voru fram hér að ofan og að menningarlegu
hlutverki kvikmynda og samfélagslegu, og jafnvel að þeim hugmyndafræði-
lega boðskap sem kann að vera framreiddur. Til að öðlast inngöngu í þjóðar-
bíóið eða verða mikilsvirtur hluti af því gæti kvikmyndagerðarmaður þurft
17 Hér er rétt að nefna doktorsritgerð Björns Ægis Norðfjörð, „Icelandic Cinema:
National Practice in a Global Context“, University of Iowa, 2005. Í ritgerðinni er að
finna umfangsmikla umfjöllun og greiningu á þjóðarbíóhugtakinu sem og íslenska
þjóðarbíóinu.
18 Benedict Anderson, Imagined Communities: Reflections on the Origin and Spread of Na-
tionalism, Revised Edition, london og New York: Verso, 2006.