Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 184
Tom Gunning
Hrifmagnsbíóið: Árbíóið,
áhorfandinn og framúrstefnan1
Árið 1922 komst Fernand Léger allur á loft við að sjá kvikmynd Abel Gance,
Hjólið [fr. La Roue], og freistaðist til að útlista róttæka möguleika kvikmynda
í skrifuðu orði.2 Möguleikar þessarar nýju listar lágu ekki í getunni „til þess
að leika eftir hreyfingum náttúrunnar“ né þeim „staðlausa“ svip sem hún bar
af leikhúsi. Sérstætt áhrifaafl hennar „fólst í að gera myndir sýnilegar“.3 Það
er einmitt þessi beislun sýnileikans, sú athöfn að sýna og setja á svið, sem er
að mínum dómi aðaleinkenni kvikmynda fyrir 1906 og kallar á endurmat á
áhrifum þeirra á framúrstefnu fyrstu áratuga þessarar aldar.
Skrif fyrstu módernistanna (fútúrista, dadaista og súrrealista) um kvik-
myndina fara líka leið og skrif Léger: eldmóður fyrir nýjum miðli og mögu-
leikum hans; og vonbrigði yfir hjáliðinni þróun, hve fjötraður hann sé hefð-
bundnum listformum, sér í lagi leikhúsi og bókmenntum. Svo má skilja að
rætur áhugans á getu miðilsins (ásamt meðfylgjandi órum um lausn kvik-
myndarinnar úr fjötrum framandi og úreltra forma) liggi víða. Það hyggst ég
notfæra mér til að bregða birtu á málefni sem ég hef [einnig] snert á áður […],
því einstaklega misleita sambandi sem kvikmyndin fyrir (hér um bil) 1906 á
við þær kvikmyndir sem koma á eftir, og hvernig uppgjör þessarar misleitni
1 [Þýð.] Grein þessi birtist upprunalega í Wide Angle 8/1986, bls. 63–70 undir titl-
inum „The Cinema of Attraction: Early Film, Its Spectator and the Avant-Garde“;
og í kjölfarið, með nokkrum breytingum, í Early Cinema: Space Frame Narrative,
ritstj. Thomas Elsaesser, London: BFI, 1990, bls. 56–62. Breytingar og viðbætur við
frumgerð eru merktar með hornklofum.
2 [Þýð.] Benedikt Hjartarson á skildar ómældar þakkir fyrir rækilegan yfirlestur og
gagnlegar ábendingar við gerð þessarar þýðingar.
3 Fernand Léger, „A Critical Essay on the Plastic Qualities of Abel Gance’s Film The
Wheel“, Functions of Painting, ritstj. og inng. Edward Fry, þýð. Alexandra Anderson,
New York: Viking, 1973, bls. 20–24, hér bls. 21.
Ritið
2. tbl. 19. árg. 2019 (183–192)
Þýðing
© 2019 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.19.2.7
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).