Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 187
TOM GuNNING
186
quant“, djarfar kvikmyndir þar sem fólk var oft kviknakið) sem rötuðu einn-
ig undir yfirborðið að nokkrum árum liðnum. Líkt og Noël Burch benti á
í kvikmynd sinni Vinsamlegast leiðréttið, eða hvernig við rötuðum í ræmur [e.
Correction, Please or How we Got into Pictures] (1979), afhjúpast sú grund-
vallartogstreita sem ríkti milli sýnihvatarinnar og sköpunar skáldaðs sögu-
heims í kvikmyndum á borð við Brúðurin háttar sig [fr. Le Coucher de la Mar-
ieé] (Frakkland, 1902). Nýgiftur kvenmaður háttar sig á meðan eiginmaður
hennar mænir á hana bak við skilrúm. Nautnafullum nektardansi brúðar-
innar er beint til tökuvélarinnar og áhorfanda, hún snýr að okkur og blikkar
í erótískri sýningu.
Brellumyndin, sem var mögulega mest ráðandi greinin fyrir utan hvers-
dagsmyndina fram til 1906, er raunar - líkt og vísunin í Méliès bendir til
- röð atriða, leikbragða töframanna, fremur en frumstæð drög að frásagnar-
framvindu. Margar brellumyndir eru fyrir vikið án söguþráðar, syrpur um-
myndana sem hanga saman á bláþræði án nokkurrar persónusköpunar.
Maður missti því marks liti maður á brellumyndir með söguþræði, líkt og
Ferðina til tunglsins [fr. Le Voyage dans la Lune] (1902), eingöngu sem undan-
fara þeirra frásagnarformgerða sem síðar komu fram. Sagan er einfaldlega
rammi sem heldur utan um sýnisdæmi töfrandi möguleika kvikmyndanna.
Sýningarhald árbíósins endurspeglar jafnframt skeytingarleysið gagn-
vart sköpun sjálfstæðs söguheims á hvíta tjaldinu. Charles Musser hefur
sýnt fram á að sýningarstjórar árdaganna höfðu talsvert ákvörðunarvald yfir
þeim sýningum sem þeir báru ábyrgð á, þeir klipptu kvikmyndirnar sem
þeir höfðu keypt hreinlega upp á nýtt og lögðu til fjöldann allan af viðbótum
utansviðs, svo sem hljóðbrellur og þularlýsingu.8 Hugsanlega er öfgafyllsta
dæmið Hale’s Tours, sem var stærsta kvikmyndahúsakeðjan sem sýndi ein-
göngu kvikmyndir fyrir 1906. Ekki var nóg með að kvikmyndirnar væru
myndrunur án frásagna, sem teknar voru úr farartækjum (vanalega lestum)
á ferð og innihéldu enga sögu, heldur var sjálfur sýningarsalurinn útbúinn
eins og lestarvagn þar sem vagnstjóri tók við miðum og hljóðaukar líktu
eftir skellandi hjólum og hvæsandi hemlum.9 upplifunin sem fylgir áhorfi af
þessu tagi á meira skylt við hrifmagn skemmtigarða en hefðir rótgróins leik-
húss. Samband kvikmynda og stórra skemmtigarða eins og Coney Island,
8 Charles Musser, „American Vitagraph 1897–1901“, Cinema Journal vor/1983, bls.
4–46, hér bls. 10.
9 Raymond Fielding, „Hale’s Tours: ultrarealism in the Pre-1910 Motion Picture“,
Film Before Griffith, [ritstj. John L. Fell, London og England: university of Cali-
fornia Press], bls. 116–30.