Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 188
HRIFMAGNSBÍóIð: ÁRBÍóIð, ÁHORFANDINN OG FRAMÚRSTEFNAN
187
sem voru í gróandanum við aldamótin, kallar eftir endurmati á rótum ár-
bíósins.
Ekki má heldur gleyma því að á árdögum sýningahaldsins hreifst fólk
af kvikmyndatækninni sem slíkri. Fyrstu áhorfendurnir fóru á kvikmynda-
sýningar til þess að sjá vélar að verki (nýjasta tækniundrið sem sigldi í kjölfar
annarra tækja og furðuverka sem höfðu verið sýnd um víðan völl, á borð við
röntgengeisla eða grammófóninn, skömmu áður) fremur en til þess að horfa
á kvikmyndir. Það voru kínematógrafinn, bíógrafinn (e. Biograph) eða víta-
skópinn (e. Vitascop) sem voru auglýstir á sýningarskrám frumsýninga en ekki
[Morgunverður barnsins (fr. Le Déjeuner de bébé)] eða Vikið fyrir lestinni [e. The
Black Diamond Express]. Sviðsetningar á kostum kvikmyndanna héldu áfram
eftir að nýjabrumið var runnið af þeim og ekki aðeins í töfrabragðamynd-
um. Margar nærmyndir í árkvikmyndunum eru ólíkar seinni tíma notkun
tækninnar einmitt vegna þess að stækkun myndflatarins er ekki hugsuð sem
áhersluauki sögunnar heldur vekur hún hrifningu sem slík. Nærmyndin sem
skeytt er inn í kvikmynd Porter Glaðværi skósölumaðurinn [e. The Gay Shoe
Clerk] (1903) þegar daman lyftir pilsfaldi sínum og berar á sér ökklann svo
allir geti séð, kann að vísa veginn til framvindutækni síðari tíma, en einn-
ig hér er megindrifkrafturinn hrein sýnihvöt. Bíógraf-myndir líkt og Kven-
þrjótur myndaður [e. Photographing a Female Crook] (1904) og Fauti í fangelsi
[e. Hooligan in Jail] (1903) samanstanda af stöku skoti þar sem tökuvélin er
færð nær aðalpersónu þar til hún er í miðskoti. Stækkunin er ekki tækni til
að tjá spennu í frásögn; heldur er hún, ein og sér, uppspretta hrifningar og
þungamiðja myndarinnar.10
[Í stuttu máli sagt tælir hrifmagnsbíóið áhorfendur til sín, kyndir undir
sjónrænni forvitni og veitir nautn með æsandi sjónarspili - einstæðum við-
burði sem er athyglisverður sem slíkur, hvort sem hann er skáldaður eða
raunverulegur. Hrifmagn sýningarinnar getur einnig verið kvikmyndalegs
eðlis, líkt og fyrstu nærmyndirnar sem minnst var á hér að framan, eða
brellumyndir þar sem nýnæmi myndarinnar felst í kvikmyndalegum kænsku-
brögðum (hægmynd, sýna myndir aftur á bak, útskipti á þáttum myndheildar
milli klippinga, myndblöndun). Skálduðum atriðum hættir til að einskorðast
við gamanþætti, fjölleiki eða endursköpun yfirgengilegra eða forvitnilegra
atburða (aftökur, fréttir líðandi stundar). Kjarni kvikmyndagerðar af þessum
toga er hið beina ávarp til áhorfenda, þegar sýningarstjórinn býður áhorf-
10 Mig langar að þakka Ben Brewster fyrir athugasemdir hans eftir að ég flutti erindið
upprunalega, þar sem hann benti á mikilvægi þess að taka þennan anga hrifmagns-
bíósins til greina hér.