Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 191
TOM GuNNING
190
augljóslega raunsæisleikhúsið til fyrirmyndar, tefldi fram þekktum leikurum
í þekktum leikverkum. Stakkaskiptin í orðræðu kvikmyndarinnar, sem verk
D.W. Griffiths eru til marks um, bundu táknmyndir kvikmyndarinnar í frá-
sagnar-fléttu og sköpun sjálfstæðs söguheims. Nú leyfðist ekki lengur að
horfa í tökuvélina og stílbrögð kvikmyndarinnar umbreyttust úr ærslafullum
,brellum‘ – kvikmyndalegu hrifmagni (bending Méliès til okkar að fylgjast
með dömunni hverfa) – í atriði sem snerust um leikræna tjáningu, hlutdeild
í sálarlífi persóna og heimi skáldskaparins.
Burtséð frá þessu væri gáleysi að jafna þessu við söguna af Kain og Abel,
að frásögnin kæfi í fæðingu möguleika nýrrar gerðar afþreyingar til að brjóta
gegn hefðinni. Rétt eins og fjölleikaumgjörðin hélt að vissu leyti velli í kvik-
myndahöllum þriðja áratugarins (í fréttamyndum, teiknimyndum, sam-
söngvum, hljómsveitargryfjunni og stöku gamanatriðum sem voru undir-
skipuð, en þó í samfloti með, aðal-frásagnarmynd kvöldsins), varir kerfi
hrifmagnsins enn sem undirstöðuþáttur í alþýðlegri kvikmyndagerð.
undir lok þessa tímabils (um það bil 1903–1906) má sjá hvernig ákveð-
inn samruni hrifmagns og frásagnar er þegar hafinn í eftirfararmyndinni.
Eftirförin var fyrsta eiginlega frásagnargrein kvikmyndanna og lagði til líkan
fyrir orsakasamhengi og línulega þróun, sem og undirstöðuatriði framvindu-
klippingarinnar. Í Bíógraf-kvikmyndinni Einkamál [e. Personal] frá 1904 (að
mörgu leyti fyrirmynd eftirfararkvikmynda) má sjá hvernig hin línulega frá-
sögn byggist upp, þegar einkamáladálkur fransks aðalsmanns hefur orðið til
þess að hópur heitkvenna eltir hann á röndum. En á sama tíma og ungmeyj-
arnar elta bráð sína í átt að tökuvélinni í hverju skoti rekast þær á smávægi-
lega hindrun (gerði, bratta brekku, læk) sem hægir á þeim fyrir áhorfendur,
svo úr verða örlítil sýningaratriði mitt í framvindu sögunnar. Það er allt
útlit fyrir að The Edison Company hafi ekki verið grunlaust um þessa stað-
reynd, því það sýndi sína eigin ,stolnu‘ gerð af þessari Bíógraf-kvikmynd
(Hvernig franskur aðalsmaður nælir sér í eiginkonu gegnum einkamáladálk the
New York Harald [e. How a French Nobleman Got a Wife Through the New York
Harald Personal Columns]) í tveimur útgáfum: annars vegar sem samfellda
kvikmynd en hins vegar í sundurlausum skotum svo hægt væri að festa kaup
á stökum ímyndum kvennanna sem eltu manninn, án kveikju eða málaloka
frásagnarinnar.17
Líkt og Laura Mulvey hefur sýnt í heldur ólíku samhengi hefur sígilda
17 David Levy, „Edison Sales Policy and the Continuous Action Film 1904–1906“,
Film Before Griffith, bls. 207-222.