Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 192
HRIFMAGNSBÍóIð: ÁRBÍóIð, ÁHORFANDINN OG FRAMÚRSTEFNAN
191
bíóið að miklu leyti verið knúið áfram af díalektík sjónarspils og frásagnar.18
Þá hefur rannsókn Donalds Crafton á ærslamyndinni Bakan og bráðin [e.
The Pie and the Chase] sýnt hvernig ærslamyndin vó salt milli þess að tefla
fram gamanlátum sem einskæru sjónarspili og þróa söguframvindu.19 Á svip-
aðan hátt hefur [hefðbundna] sjónarspilsmyndin […] staðið undir nafni með
því að ítreka augnablik hreinnar sjónrænnar örvunar samhliða frásögninni.
Þegar Ben Hur frá 1924 var sýnd í kvikmyndahúsi í Boston fylgdi stundatafla
með upplýsingum um helstu hrifmagns-atriði.
8:25 Betlehemstjarnan
8:40 Endurreisn Jerúsalem
8:59 Hús Hurs fellur
10:29 Síðasta kvöldmáltíðin
10:50 Endurfundir20
Auglýsingastefna Hollywood að telja upp aðalatriði kvikmynda, og auðkenna
hvert þeirra stórum stöfum með skipuninni „Sjáið!“, afhjúpar þessa frum-
krafta hrifmagnsins sem leynast undir burðarvirki frásagnarhefðarinnar.
Svo virðist sem við höfum fjarlægst nokkuð þann vettvang framúrstefn-
unnar sem þessi umræða um árbíóið lagði upp frá. En það er brýnt að ekki
sé litið á þá róttæku sundurleitni sem ég greini í árbíóinu sem uppskrift
að eintómu andófi, að hún sé ósamrýmanleg vexti frásagnarbíósins. Þetta
sjónarmið skortir tilfinningalega yfirvegun og söguvitund. Kvikmynd á borð
við Lestarránið mikla [e. The Great Train Robbery] (1903) vísar í báðar áttir,
til beinnar atlögu að áhorfandanum (svipmikil stærð útlagans sem tæmir úr
skammbyssu sinni framan í okkur), og í átt að línulegri frásagnarframvindu.
Í þessu er tvíræð arfleifð árbíósins fólgin. Að vissu leyti liggur í augum uppi
að nýlegar sjónarspilsmyndir hafa styrkt rætur sínar í örvun og leiktækjum
farandskemmtana, í því sem mætti kalla brellubíó Spielbergs, Lucas og
Coppola.
En brellur eru hrifmagn í böndum. Marinetti og Eisenstein skildu að
nauðsynlegt væri að skerpa og magna þá krafta sem þeir sóttu í svo nýta
mætti byltingarkennda möguleika þeirra. Bæði Eisenstein og Marinetti ætl-
18 Laura Mulvey, „Visual Pleasure and Narrative Cinema“, Screen haust/1975, bls.
6–18.
19 Erindi flutt á FIAC ráðstefnu um ærslamyndir, maí 1985, New York.
20 Nicholas Vardac, From Stage to Screen: Theatrical Methods from Garrick to Griffith,
New York: Benjamin Bloom, 1968, bls. 232.