Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 194
Andrew D. Higson
Takmarkandi ímyndunarafl þjóðarbíósins1
Árið 1989 birti ég grein í Screen um þjóðarbíó.2 Tíu árum síðar er margt
af því sem þar kemur fram gott og gilt en nokkur atriði myndi ég þó vilja
endurskoða. Eins og Stephen Crofts hefur bent á byggja rannsóknir á þjóð-
arbíóum gjarnan á takmarkaðri þekkingu á hinni miklu fjölbreytni heims-
bíósins, og eitt af vandamálunum í minni grein var að ég lagði að mestu út
af eigin þekkingu á tilteknu þjóðarbíói (breska bíóinu).3 Í mínu tilviki er tví-
mælalaust nokkur hætta á að grein mín umbreyti sögulega sértækri og Evr-
ópumiðaðri, jafnvel Bretamiðaðri, útgáfu af því hvað þjóðarbíó getur verið,
í upphafinn flokk, afstrakt kenningu um þjóðarbíóið sem gert er ráð fyrir að
máta megi við allar birtingarmyndir þess.
„Hvenær er bíó „þjóðlegt“’?“, spyr Susan Hayward.4 Eins og til að svara,
afmarkar Crofts nokkrar tegundir af „þjóðarbíói“ sem fram hafa komið
1 Greinin heitir á frummálinu „The Limiting Imagination of National Cinema“, og
kom fyrst út í greinasafninu Cinema and Nation, ritstj. Mette Hjort og Scott Mac-
Kenzie, London og New York: Routledge, 2000, bls. 63-74.
2 Þar var um að ræða frumútgáfu á efni sem síðar var endurunnið í Andrew D. Hig-
son, Waving the Flag: Constructing a National Cinema in Britain, Oxford: Clarendon
Press, 1995. Í bókinni leitast ég við að skoða nokkrar þær aðferðir sem notaðar
hafa verið við að skilgreina breska bíóið sem sérstakt þjóðarbíó. Sjá hér einnig þrjár
greinar þar sem ég ræði hugmyndina um þjóðarbíó: Andrew D. Higson, „Nation-
ality and the Media“, The Media: An Introduction, ritstj. Adam Briggs og Paul Co-
bley, London: Addison Wesley Longman, 1997; „National Cinemas. International
Markets. Cross-Cultural Identities“, Moving Images. Culture and the Mind, ritstj. Ib
Bondebjerg, Luton: University of Luton Press/John Libby Media, 2000; „The In-
stability of the National“, British Cinema: Past and Present, ritstj. Andrew D. Higson
og Justine Ashby, London: Routledge, 2000.
3 Stephen Crofts, „Reconceptualising National Cinema/s“, Quarterly Review of Film
and Video 3/1993, bls. 49-67, hér bls. 60-61.
4 Susan Hayward, French National Cinema, London: Routledge, 1993, bls. 1.
Ritið
2. tbl. 19. árg. 2019 (193–208)
Þýðing
© 2019 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
10.33112/ritid.19.2.8
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).