Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 196
TAKMARKANDI ÍMYNDUNARAfL ÞJóðARBÍóSINS
195
berri stefnumörkun lífsnauðsynleg, og þá sem verkfæri til að styðja við í
senn fjölmenningu þjóðfélagsins og sérstöðu þjóðmenningarinnar.8 Og þótt
því kunni að fylgja ágallar þá mun ég enn sækja helstu dæmin í breska kvik-
myndasamhengið.
Markmiðið er að velta upp spurningum um gagnsemi þjóðarbíóshug-
taksins. Hugtakið er skýrlega heppilegt flokkunartæki og notkun þess er
venjubundin í fræðilegum umræðum um kvikmyndir. En í flokkunariðjunni
sjálfri felst ákveðin tvítekning, og í stað þess að fjallað sé um hið þjóðlega
með upplýsandi hætti er því gjarnan umbreytt í blæti. Aðgreiningarmáttur
hugtaksins reisir girðingar milli kvikmynda sem framleiddar eru í ólíkum
þjóðlöndum enda þótt myndirnar eigi engu að síður margt sameiginlegt.
Hugtakinu hættir því til að sveipa hulu yfir þann menningarlega margbreyti-
leika og þau gagnkvæmu áhrif sem eru miðlæg í kvikmyndagerð.
Þjóðin sem ímyndað samfélag
Viðtekið er eftir Anderson að skilgreina þjóðarhugtakið sem kortlagningu
á ímynduðu samfélagi, sem einkennist af traustri, sameiginlegri sjálfsmynd
og er þannig aðlaðandi að tilheyra, á vandlega skilgreint landfræðipólitískt
svæði.9 frá þessu sjónarhorni er þjóðin fyrst mótuð og svo er henni viðhald-
ið sem afmörkuðu almannasviði (e. public sphere). Það er með öðrum orðum
opinber umræða sem ljær þjóðinni merkingu og svæðisbundin fjölmiðlakerfi
sem ákvarða lögun hennar og ásýnd. Íbúar þjóða sem hafa sterka þjóðar-
vitund eru hvattir til að álíta sig meðlimi í samstæðu, lífrænu samfélagi, sem
á sér djúpar rætur á tilteknu landsvæði og býr yfir gamalgrónum innlendum
hefðum. Eins og David Morley og Kevin Robins orða það, „hugmyndin um
„þjóðina“ [...] tengir fólk saman í gegnum sameiginlegar sjálfsmyndir og [...]
virkar eins og tæmandi og heildstætt tákn sem „sameinar“ um leið og það
áskapar „merkingu““.10
Þjóðernisvitund snýst í þessu sambandi um þá upplifun að vera í nánum
tengslum við og teljast til slíks samfélags, að vera umvafinn hefðum þess,
helgisiðum og rótgrónum orðræðuháttum. Þjóðernisvitund af þessu tagi
8 John Hill, „The Issue of National Cinema and British film Production“, New Ques-
tions of British Cinema, ritstj. Duncan Perrie, London: BfI, 1992. John Hill, „British
film Policy“, Film Policy: International, National and Regional Perspectives, ritstj. Al-
bert Moran, London: Routledge,1996.
9 Benedict Anderson, Imagined Communities.
10 David Morley og Kevin Robins, „No Place Like Heimat: Images of Home(land) in
European Culture“, New Formations, 12/1990, bls. 1-23, hér bls. 6.