Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 197
ANDREW D. HIGSON
196
veltur auðvitað ekki á því að dvalið sé innan landfræðipólitísks svæðis þjóð-
arinnar, líkt og reynsla brottfluttra staðfestir. Þannig má benda á að sum
tvíheima samfélög (e. diasporic communities), þar sem sambandið við land-
fræðipólitískt svæði þjóðarinnar eða fósturjarðarinnar hefur rofnað, upplifa
engu að síður samkennd og náin tengsl, enda þótt – og hugsanlega vegna
þess að – þau hafi tvístrast með þverþjóðlegum hætti. Annars vegar sam-
félag, hins vegar tvíheimar. Annars vegar eru nútímaþjóðir fyrst og fremst
til sem ímynduð samfélög. Hins vegar samanstanda þessi samfélög í raun af
mjög sundurskiptum hópum sem dreifðir eru vítt og breitt, og jafn margt
skilur á milli fólks innan hópanna og sameinar það, auk þess sem lítið vill oft
fara fyrir áþreifanlegu samneyti. Ef út frá þessu er gengið má ætla að flestar
þjóðir séu í einhverjum skilningi tvíheima. Þær eru mótaðar af togstreitunni
milli samstöðu og sundrungar, milli heimkynna og þess að eiga ekki sama-
stað. Þjóðerni bregst þannig við „áþreifanlegri þörf á sjálfsmynd sem er rót-
gróin, afmörkuð og heildstæð“.11
Almannasvið þjóðarinnar og þjóðræknisorðræður eru með þessum hætti
jafnframt undirorpnar stöðugri áleitni til að umbreyta fyrirliggjandi stað-
reyndum um tvístrun, margbreytileika og athvarfsleysi í upplifun á rótgrónu
samfélagi. Stundum verður upplifunin á lífrænni, samhangandi þjóðmenn-
ingu yfirþyrmandi. Á öðrum tímum er það tvíheima upplifun og tilfinn-
ingin um misgengi og jöðrun sem verður ofan á. Það er á slíkum tímum
sem annars konar tryggðarbönd, hugmyndin um öðruvísi heimkynni en hin
þjóðlegu, sækir á af meiri þunga.
Almennt er gengið út frá því að siðir og venjur fjölmiðlunar gegni lykil-
hlutverki við endursköpun hins dreifða og sundurleita almennings og um-
myndun hans í þéttriðna samfélagsheild sem deilir gildisviðmiðum, nokkuð
sem aftur viðheldur skynheild þjóðarinnar. En er þessi samfélagsheild endi-
lega þjóðleg? Lítum hér til þriggja miðlægra fjölmiðladæma sem öll mætti
túlka sem svo að þau gerðu Bretum kleift að draga upp mynd af sjálfum sér
sem sérstakri þjóðareiningu. fyrst mætti nefna jarðarför Díönu, prinsessu
af Wales, en þar var um stórbrotinn fjölmiðlaviðburð að ræða sem milljónir
tóku þátt í. Í öðru lagi væri gagnlegt að velta fyrir sér stöðugum vinsældum
innlendra og þjóðlegra sápuópera sem gera hversdagslífið í stórborgum að
viðfangsefni sínu. Þáttaröðum á borð við Coronation Street og EastEnders
hefur um langt skeið verið dreift stranda á milli af sjónvarpsstöðvum sem
eflaust líta sem svo á að þannig séu þær að uppfylla opinberar skyldur sínar.
11 Sama heimild, bls. 19.