Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 199
ANDREW D. HIGSON
198
og kynslóð, kynferði, kynverund, stétt, kynþætti, pólitískri sannfæringu eða
tísku. Samsemdin sem skapaðist í kringum fráfall Díönu og tengdist því
að tilheyra ákveðnu samfélagi sem deilir upplifunum og sjálfsmynd, náði
skýrlega langt út fyrir landamæri þjóðarinnar. Þjóðerni kom málinu ekki
endilega við og stundum alls ekki. Þannig var samkenndarbylgjan stundum
túlkuð sem femínísk eða sem birtingarmynd systralags, en öðrum stundum
var sem hún mótaðist af viðnámi gegn valdboði eða birtist sem sigur lýð-
veldissinna.
Í röksemdafærslunni sem kenna má við „ímyndaða samfélagið“, eins og
hún birtist bæði í mínum verkum og annarra, er þolinmæðin gagnvart óvissu-
eðli og óstöðugleika hins þjóðlega stundum takmörkuð. Skýringin er sú að
þjóðernisverkefnið, eins og Anderson skilgreinir það, ímyndar sér þjóðina
sem afmarkaða af áþreifanlegum og merkingarbærum landamærum. Vanda-
málið vill svo vera að lýsingar á þjóðarbíóum beina einvörðungu sjónum
að þeim kvikmyndum sem segja þjóðarsöguna á þessum sömu forsendum,
að um þéttriðna og samheldna samfélagsheild sé að ræða sem markar sér
tiltekið og aðgreint tilvistarsvæði. Slíkt svæði er jafnan lokað fyrir öðrum
einkennum en samþykktum þjóðareinkennum. Þetta mætti reyndar orða
sem svo að áherslan sé á kvikmyndir sem opnar eru fyrir slíkri túlkun. Rök-
semdafærslan um „ímynduð samfélög“ lendir því í vandræðum þegar að því
kemur að bera kennsl á þann menningarlega mismun og fjölbreytileika sem
óhjákvæmilega setur svip sinn jafnt á þegna tiltekinna þjóðríkja og meðlimi
dreifðari „þjóðlegra“ samfélaga. Hvað þetta varðar virðist kenningunni úti-
lokað að skilja þýðingu samfélagslegs fjölbreytileika, og raunar er fjölbreyti-
leikanum hafnað líkt og gert er í íhaldssamari birtingarmyndum þjóðernis-
verkefnisins. Þetta er sérstaklega óheppilegt í ljósi þess að fjölmiðlakerfi
nútímans starfa í auknum mæli á þverþjóðlegum forsendum og vöruflæði
menningarafurða yfir landamæri færist sömuleiðis í vöxt.
fjölmiðlar eru ómissandi hluti af kenningunni um að nútímaþjóðir séu
ímynduð samfélög. En starfsemi fjölmiðla samtímans er jafnframt megin-
braut þverþjóðlegra menningarlegra tengsla. Hollywood er auðvitað ein
þráheldnasta og best skipulagða menningarstofnunin og þverþjóðlegt dreif-
ingarkerfi hennar er þess jafnvel máttugt að smjúga inn fyrir varnargarða
stækustu lögregluríkja. Eigum við að fagna þeirri staðreynd eða harma?
Samhliða því að Hollywoodmyndir ferðast áreynslulaust milli landamæra
þjóðríkja velta þær einnig úr sessi „þjóðlegri“ menningu af því tagi sem lík-
legust er til að efla og viðhalda tilteknum þjóðareinkennum. Á hinn bóginn
má vel ímynda sér að innkoma „erlendra“ kvikmynda í þröngan og lokaðan