Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 200
TAKMARKANDI ÍMYNDUNARAfL ÞJóðARBÍóSINS
199
þjóðarmarkað sé áhrifamikil leið til að fagna menningarlegum fjölbreyti-
leika, sem og þver- og fjölþjóðlegum lífsformum. Bent hefur verið á hvernig
ákveðnar breskar myndir halda á lofti kjarnyrtri og djúpri þjóðarsjálfsmynd
– samstöðumyndirnar sem gerðar voru í Ealing kvikmyndaverinu og annars
staðar á síðari hluta seinni heimsstyrjaldarinnar, svo dæmi séu nefnd – en
í jafn mörgum tilvikum væri hægt að finna „breskar“ myndir sem virðast
taka hinu þverþjóðlega opnum örmum eða jafnvel leysa hugmyndina um hið
þjóðlega upp með meðvituðum hætti, fremur en að viðhalda henni.12
Þjóðernishyggja og þverþjóðernishyggja
Í „Hugmyndin um þjóðarbíó“ benti ég á að þjóðarbíó ættu rætur að rekja til
togstreitunnar milli „heimkynna“ og þess „fjarstadda“, milli þess að benda á
hið kunnuglega og fullvissunnar um að það sé ólíkt því sem finna má annars
staðar.13 Í þessum skilningi eru tvær aðferðir mest áberandi þegar að fram-
setningu á ímyndaðri samfellu eða sérkennum þjóðarbíós kemur. Annars
vegar er það þjóðarbíóið sem horfir inn á við, varpar ljósi á þjóðina sjálfa,
fortíð hennar, nútíð og framtíð, beinir sjónum að menningararfleifðinni,
þjóðlegum hefðum, þjóðarsjálfsmyndinni og sögulegri samfellu. Hins vegar
er það þjóðarbíóið sem lítur út fyrir eigin landamæri, skilgreinir sérstöðu
sína í samanburði við önnur þjóðarbíó og staðfestir þannig eigin framand-
leika.
Vandamálið við þessa framsetningu er að henni hættir til að líta á þjóð-
ernisvitund og hefðina sem fullmótuð fyrirbæri sem búa yfir fyrirframgef-
inni merkingu. Landamæri eru einnig álitin sjálfsögð og gert er ráð fyrir
skilvirkni þeirra í að hafa hemil á og rúma pólitískar og efnahagslegar breyt-
ingar, menningariðju og sjálfsmyndir. Staðreyndin er hins vegar auðvitað
sú að landamæri eru hriplek og hreyfing yfir þau á sér ávallt stað (jafnvel í
mestu alræðisríkjum). Það er í þessum flutningum og ferðum yfir mæri sem
hið þverþjóðlega kemur í ljós. frá þessu sjónarhorni er vandasamt að sjá hið
innlenda sem annað hvort flekklaust eða stöðugt. Þvert á móti, menningar-
lega samblöndunin og gagnkvæmu venslin eru svo víðtæk, ekki aðeins þegar
litið er yfir landamæri heldur einnig innan þeirra, að ekki verður betur séð
en að nútímalegar menningarformgerðir séu ávallt af blönduðum uppruna
12 Hægt er að lesa nánar um þessa röksemdafærslu í Andrew D. Higson, „The Insta-
bility of the National“, British Cinema: Past and Present.
13 Andrew D Higson, „The Concept of National Cinema“, Screen, 30:4 (haust) 1989,
bls. 36-46.