Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 207
ANDREW D. HIGSON
206
næmur á blöndun og hið þverþjóðlega. fyrir miðju röksemdafærslu hans er
aðgreiningin milli bíós sem lætur undan samstæðum þjóðargoðsögnum og
hinu sem „vinnur með eða horfist í augu við þjóðlega sértæk viðfangsefni“.24
Aðgreininguna sækir hann í skrif Pauls Willemens, sem fjallar um hvernig
þjóðbundin menningarformgerð þarf ekki nauðsynlega að hafa hugann allan
við þjóðlegar sjálfsmyndir og einkennast af því.25 Eins og Willemen bendir
á þá eiga orðræður þjóðerniskenndar ávallt eftir að leitast við að bæla flækj-
urnar og mismuninn sem innbyggður er í þjóðlega skilgreinda menningar-
formgerð. En hann færir jafnframt rök fyrir því að bíó sem glímir við hið
þjóðlega sértæka sé ekki endilega þjóðerniskennt bíó.
Mér þykja forsendurnar sem liggja aðgreiningu Hills og Willemens til
grundvallar heldur ruglingslegar, og raunar gagnrýnisverðar vegna þess að
þrátt fyrir allt streitast þeir við og halda enn í hugmyndina um hið þjóð-
lega. Willemen hefur auðvitað rétt fyrir sér þegar hann fullyrðir að „þjóðleg
landamæri eru mikilvægur stýriþáttur fyrir [...] samfélagslegar og menning-
arlegar formgerðir“.26 Þess vegna getum við ekki einfaldlega varpað þjóðinni
sem hugtaki fyrir róða, en við ættum ekki heldur að ganga að því sem vísu
að menningarleg sérkenni séu helst skiljanleg eða best sé að fjalla um þau
á þjóðlegum forsendum. Að vísa ítrekað, eins og Hill gerir, til „þjóðlega
sértæks“ bíós sem fæst við „þjóðleg hugðarefni“ innan „aðgreinanlegs og
sértæks bresks samhengis“ finnst mér vera að ganga að þjóðlegri sjálfsmynd,
í þessu tilviki hinni bresku, sem gefinni.27 Þá er litið framhjá of mörgum öðr-
um spurningum er tengjast samfélagi, menningu, svæðisbundinni tilvist, og
sjálfsmynd, þáttum sem ýmist eru staðbundnir með þrjóskufullum hætti eða
lauslega þverþjóðlegir. Hugtök eins og „þjóðlíf“ og „þjóðmenning“ virðast
þannig ávallt sitja uppi með innilokandi og einsleitar skírskotanir.
24 Sama heimild, bls. 16.
25 Paul Willemen, „The National“, Looks and Frictions: Essays in Cultural Studies and
Film Theory, London og Bloomington: BfI/Indiana University Press, 1994.
26 Sama heimild, bls. 210.
27 John Hill, „The Issue of National Cinema and British film Production“, bls. 11 og
16.