Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 218
ÁHRIF SIðBóTARInnAR Á ÍSLAnDI
217
væri haldið uppi við öll hin fornu klaustur í Hólabiskupsdæmi og hefur verið
áætlað að þriðjungur presta hafi gegnt slíkri stöðu fyrir vígslu. Kann þessi
ráðstöfun að hafa leitt til að læsi hafi breiðst hraðar út fyrir norðan. Hliðstæð
skipan komst ekki á í Skálholtsbiskupsdæmi fyrr en 1744 (sjá fyrri grein).
Hér má því líta svo á að djáknastöðurnar séu til vitnis um siðbótaráhrif í
Hólabiskupsdæmi en afleidd áhrif hennar í öðrum landshlutum. Djákna-
stöðurnar voru svo lagðar niður 1837.33
Í tengslum við trúfræðsluna beittu yfirvöld sér fyrir aukinni lestrar-
kennslu í landinu. Jafnframt var tekið að krefjast aukinnar þekkingar af al-
menningi í kristnum fræðum og skyldi lesturinn einkum þjóna þeirri upp-
fræðslu. Virðist bókvæðing íslenskra heimila sem hófst við lok 16. aldar vera
komin á fullt skrið á síðari hluta þeirrar 18. en lestrarkunnátta hélst mikið
til í hendur við hana.34
Leiddar hafa verið líkur að því að um 1700 hafi sex af hverjum tíu hús-
bændum verið læsir og hafi þeir í því efni skarað fram úr bæði húsfreyjum og
hjúum.35 Tiltækt efni bendir til að verulegrar áherslu á lestrarkunnáttu hafi
tekið að gæta upp úr 1700 og að á síðari hluta 18. aldar hafi verið ráðist hér
í eiginlega lestrarherferð.36 um þetta leyti verða líka fyrst til heimildir sem
gera mögulegt að kanna lestrarkunnáttuna. Bendir það til að yfirvöld hafi
ekki beitt sér markvisst fyrir aukinni lestrarkunnáttu fyrir þennan tíma en
látið nægja að efni Fræðanna minni væri lært utanbókar.37 Fyrsta læsisátakið
meðal þjóðarinnar varð því fremur fyrir áhrif píetismans en að siðbótin hafi
ráðið úrslitum í því efni.38 Þar var því einkum um afleidd siðbótaráhrif að
ræða.
Áhersla siðbótarmanna á lestrarkunnáttu hélst í hendur við þá mikilvægu
stöðu sem Ritningin skipaði í kirkjudeildum mótmælenda og hugsjón þeirra
33 Loftur guttormsson, „Var sögu íslensku klaustranna lokið með siðaskiptunum?“,
Af klaustrum og kennimönnum í Skaftafellsþingi: Erindi flutt á ráðstefnu á Kirkjubæjar-
klaustri 13.–14. mars 1999, sem haldin var að tilhlutan Kirkjubæjarstofu og Skaftafells-
prófastsdæmis í tilefni 1000 ára afmælis kristnitöku á Íslandi, Vík: Dynskógar, Sögu-
félag Vestur-Skaftfellinga, 1999, bls. 158–175, hér bls. 170–173. Hjalti Hugason,
„Kristnir trúarhættir“, Íslensk þjóðmenning V, ritstj. Frosti F. Jóhannsson, Reykjavík:
Þjóðsaga, 1988, bls. 75–339, hér bls. 161.
34 Loftur guttormsson, „Læsi“, bls. 126–137.
35 Loftur guttormsson, „Áhrif siðbreytingarinnar á alþýðufræðslu“, bls. 179.
36 Sama rit, bls. 186. Loftur guttormsson, „Læsi“, bls. 128–131, 133, 134, 135.
37 Loftur guttormsson, „Áhrif siðbreytingarinnar á alþýðufræðslu“, bls. 174–175.
Loftur guttormsson, „Læsi“, bls. 128.
38 Sjá þó Loftur guttormsson, „Áhrif siðbreytingarinnar á alþýðufræðslu“, bls. 186.