Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 219
HJALTI HugASOn
218
að almenningur ætti beint aðgengi að orði guðs.39 Þess ber þó að gæta að
þrátt fyrir hugmyndir Lúthers í þessu efni varð Biblían sjálf ekki aðgengileg
almenningi fyrr en á 19. öld. Danskur maður, Laurits Stiestrup gaf þó rúm-
lega 500 Biblíur og á annað þúsund nýja testamenti hingað upp úr miðri
18. öld og þá í anda píetismans. Lykilrit íslenskrar guðrækni voru því hús-
lestrabækur og postillur, sálmabækur og bænakver af ýmsu tagi útgefin og
í handritum. Á upplýsingartímanum á ofanverðri 18. öld hófst svo útgáfa
veraldlegs fræðslu- og afþreyingarefnis svo einhverju nam.40 Hófst þar með
veraldleg notkun lestrarkunnáttunnar fyrir alvöru.
Alþýðufræðsla er allt eins velferðarmál eins og menningarlegt málefni
þar sem lestur, skrift og önnur bókleg menntun er forsenda fyrir þátttöku
almennings í samfélagsmálum. Þar sem alþýðufræðsla var hér lengi ein-
skorðuð við kunnáttu í lestri og kristnum fræðum verður þó vikið að henni
hér. Meðan alþýðufræðslan þjónaði þannig fyrst og fremst kirkjulegum
markmiðum voru fræðslumálin alfarið í höndum heimilanna sem önnuðust
framkvæmdina og prestanna sem litu eftir að fræðslukröfum kirkju og ríkis
væri framfylgt.
Frá 1880 var tekið að krefjast kennslu í skrift og reikningi. Fyrir þann
tíma hafði skriftarkunnátta rutt sér þó nokkuð til rúms einkum meðal karla.
Þar var þó að mestu um sjálfsprottna þróun að ræða.41 Eftir þetta var ekki
lengur mögulegt að ná settum markmiðum með heimafræðslunni einni
heldur varð að koma á sérstöku fræðslukerfi með skólum í þéttbýli en far-
kennslu til sveita.42 Eftir sem áður gegndu prestarnir hefðbundnu eftirlits-
hlutverki sínu. Með nýjum lögum um fræðslu barna frá 1907 voru fræðslu-
málin loks greind stofnunarlega frá kirkjumálunum á þann hátt að þau voru
nú fengin kjörnum skóla- og fræðslunefndum úti í héruðum í stað presta
áður en stjórnarráðið og „skólafróður maður“ á vegum þess átti að fara með
æðstu stjórn fræðslumála á landsvísu.43 Eftirlitshlutverki kirkjunnar með
fræðslumálunum var þar með lokið. Tveimur áratugum síðar (1926) var svo
enn greint milli kirkju og skóla þegar hætt var að gera ráð fyrir sömu þekk-
39 Sama rit, bls. 175.
40 Sama rit, bls. 180. Loftur guttormsson, „Læsi“, bls. 136. Jón Espólín, Íslands Ár-
bækur í söguformi X, Kaupmannahöfn: Hið íslenska bókmenntafélag, 1843, bls. 82.
41 Loftur guttormsson, „Áhrif siðbreytingarinnar á alþýðufræðslu“, bls. 186–187.
Loftur guttormsson, „Læsi“, bls. 126–128, 132, 137–142.
42 Loftur guttormsson, „Læsi“, bls. 140–142.
43 Lög um fræðslu barna nr. 59/1907, 22. nóvember, Stjórnartíðindi A, 1907, bls. 392–
397.