Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 222
ÁHRIF SIðBóTARInnAR Á ÍSLAnDI
221
hér. Kvæði þessi eru flest af erlendum uppruna og hafa borist hingað beggja
vegna siðaskipta. Tekið var að skrá sagnadansa um daga fornmenntastefn-
unnar á 17. öld en áhugi fyrir þeim virðist hafa tekið að fjara út um miðja
19. öld. Eftir efni má flokka danskvæðin í kvæði um kappa og helga menn,
riddara og frúr og loks gamankvæði. Líkur hafa verið leiddar að því að forn-
kvæðin hafi einkum varðveist meðal kvenna sem kveðið hafi þau við inniverk
utan kvöldvöku.54
Vikivakakvæði bárust eins og sagnadansarnir erlendis frá og tengdust
samnefndum dansi en heimildir um hann hafa varðveist frá síðari hluta 16.
aldar. Efni þeirra snerist oft um ást og sút og var oft á gamansömum nótum.
Kvæðin voru upphaflega kveðin hér við dansleika og gleðir sem lögðust af
á 18. öld. Kvæðin sjálf hafa þó lifað áfram fram á 19. öld er þau viku fyrir
nýjungum í söngmennt og kveðskap.55 Vikivakakveðskapur efldist frekar en
hitt við siðaskipti.56 guðbrandur Þorláksson stóð framarlega í flokki þeirra
sem móta vildu alþýðumenninguna að hinni nýju trúartúlkun. Hann beitti
sér m.a. fyrir því að kveðnar væru rímur út af kristilegu efni sem og trúarleg
kvæði undir dansháttum. Er ýmislegt þess kyns að finna í Vísnabók hans frá
1612.57 Sú viðleitni rann þó út í sandinn eftir hans dag.58 Honum auðnaðist
því ekki að marka nein veruleg tímamót í afþreyingarmenningunni.
Hér eins og annars staðar tengdust gleðir eða dansleikar kaþólsku helgi-
haldi og þá ekki síst vökunóttum (lat. vigilia) í tengslum við ýmsa dýrlinga-
daga og stórhátíðir kirkjuársins. Þessi tengsl ollu því að dansleikarnir voru
litnir hornauga af siðbótarmönnum þar sem þeir þóttu viðhalda ýmiss konar
miðalda-kaþólskum trúarháttum eftir að guðfræðilegum grunni þeirra hafði
verið hafnað. Þá er ljóst að gleðirnar voru einnig litnar hornauga vegna ósið-
legs athæfis sem einkum kirkjunnar mönnum þótti haft þar í frammi bæði til
orðs og æðis auk þess sem þær þóttu tefja fólk frá heiðarlegri vinnu. Allt olli
þetta því að þegar á 16. öld var tekið að amast við þessum skemmtunum al-
þýðu og ber að líta á þá viðleitni sem lið í hinni langvarandi menningarmót-
un sem hér er nefnd siðbreyting. Harðast var þó gengið fram um miðja 18.
54 Vésteinn ólason, „Sagnadansar“, bls. 372–389.
55 Vésteinn ólason, „Vikivakakvæði“, Íslensk þjóðmenning VI, ritstj. Frosti F.
Jóhannsson, Reykjavík: Þjóðsaga, 1989, bls. 390–400.
56 Vésteinn ólason, „Kveðskapur frá síðmiðöldum“, bls. 378.
57 Vísnabók Guðbrands, Jón Torfason og Kristján Eiríksson sáu um útgáfuna, inngangur
og skýringar eftir Jón Torfason, Kristján Eiríksson og Einar Sigurbjörnsson,
Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2000, bls. vii–li, hér bls. xli.
Böðvar guðmundsson, „nýir siðir og nýir lærdómar“, bls. 411–412.
58 Sama rit, bls. 436.