Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 228
ÁHRIF SIðBóTARInnAR Á ÍSLAnDI
227
eða vinnufólkið sem ekki var sjálfs sín ráðandi heldur taldist til ungdómsins
sem fremur var þjóðfélags- en aldurshópur.80 Húsbændum eða bændastétt-
inni var vissulega falið sérstakt samfélagshlutverk sem fólst í framleiðslu lífs-
nauðsynja. Hlutverk þeirra var þó líka leitt af skyldum presta og yfirvalda
eins og fram er komið. Líkt og heimilisguðræknin var framhald kirkjuguð-
rækninnar var heimilisuppeldi og húsagi áframhald af þeirri samfélagsreglu
sem yfirvöldunum bar að halda uppi og kirkju- eða safnaðaraganum og trú-
fræðslunni sem prestarnir báru ábyrgð á. Þetta kom hvað best fram á helsta
áhrifaskeiði píetismans hér um miðbik 18. aldar en þá voru settar margar
tilskipanir sem lutu að húsaga, uppfræðslu í kristnum fræðum og fermingu
að lútherskum hætti en hún hafði verið aflögð með siðbótinni.81 ungdóm-
inum var á hinn bóginn ekki ætlað annað hlutverk en að sýna undirgefni,
trúmennsku og iðni.
Af því sem hér hefur verið sagt verður að álykta sem svo að beint samband
sé milli siðbótarinnar og viðgangs þriggja stétta samfélagsins hér á öldunum
eftir siðaskipti þótt þessi samfélagsskipan væri ekki bundin við hinn lúth-
erska heim. nýútkomin bók Vilhelms Vilhelmssonar, Sjálfstætt fólk: Vistar-
band og íslenskt samfélag á 19. öld, varpar svo ágætu ljósi á hve langt er frá að
þessi samfélagsskipan eigi nokkuð skylt við samfélag þátttöku og jöfnuðar.82
Samfélagshugsun valdsstéttana þriggja hélt velli allt þar til mannréttindi
og einstaklingsfrelsi tóku að ryðja sér til rúms en það gerðist ekki hér á landi
fyrr en í lok 19. aldar. Af þeim sökum verður ekki séð að samfélag lýðræðis
253–282, hér bls. 258–262, 279–282. Loftur guttormsson, Frá siðaskiptum til upp-
lýsingar, Kristni á Íslandi III, ritstj. Hjalti Hugason, Reykjavík: Alþingi, 2000, bls.
180–183. Athuganir sem gerðar hafa verið á þeirri guðfræði sem fram kemur í ís-
lenskum hjónabandsritúölum, hjónavígsluræðum og postillum hafa leitt í ljós að
fram um aldamótin 1900 rúmaðist hjúskaparguðfræðin sem þar kemur fram innan
þeirrar samfélagssýnar sem fram kom í „Hússpjaldi“ Fræðanna minni. nokkurra blæ-
brigða gætti þó varðandi innbyrðis afstöðu hjónanna þar sem mismikið var gert úr
húsbóndavaldi karlsins og samspili hjónanna lýst á mismunandi vegu. undir lokin
gætti jafnvel aukinnar áherslu á húsbóndavaldið. nína Leósdóttir, „um „þá heilögu
hjónabandsstétt“ í fimm íslenskum húspostillum frá 1718 til 1901“, Kvennabarátta
og kristin trú, ritstj. Arnfríður guðmundsdóttir o.a., Reykjavík: JPV útgáfa, 2009,
bls. 61–86. Erla Hulda Halldórsdóttir, „Sem einn maður: Orðræða um hjónaband
á nítjándu öld“, Kvennabarátta og kristin trú, ritstj. Arnfríður guðmundsdóttir o.a.,
Reykjavík: JPV útgáfa, 2009, bls. 87–106.
80 Loftur guttormsson, Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld, bls. 63–67. Vilhelm
Vilhelmsson, Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld, Reykjavík:
Sögufélag, 2017, bls. 83.
81 Loftur guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls. 309–319.
82 Vilhelm Vilhelmsson, Sjálfstætt fólk.