Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 235
HJALTI HugASOn
234
bótar þar sem krafan er um samfélagslega ábyrgð og skyldur hins
opinbera við þau sem efnahagslega og félagslega eru á útjöðrum
samfélagsins.107
Þetta er vissulega ekki í fyrsta skipti sem íslenskir guðfræðingar og kirkju-
menn reifa viðhorf af þessu tagi þótt líklega hafi það ekki verið gert eins
afdráttarlaust áður.108
upp á síðkastið hafa staðið líflegar umræður um breytingar á sviði vel-
ferðar hér á landi á siðaskiptatímanum. Sérstaklega hefur Vilborg Auður
Ísleifsdóttir sagnfræðingur reifað ákveðna hrun-kenningu í því efni en hún
hefur lagt drjúgan skerf til siðaskiptarannsókna með doktorsritgerð sinni
og riti sínu Siðbreytingin á Íslandi 1537–1565: Byltingin að ofan.109 Vilborg
gengur út frá að miðaldakirkjan og þá ekki síst klaustrin hafi gegnt víðtæku
hlutverki á sviði fátækramála. Með því er aðallega átt við málefni barna,
gamalmenna, sjúklinga og annarra sem ekki gátu framfleytt sér sjálfir. nú á
dögum má því líta á þennan málaflokk sem hliðstæðu velferðarmála, þ.e. fé-
lags- og heilbrigðismála. Á miðöldum var aftur á móti að verulegu leyti litið
svo á að hann væri hluti af kærleiksþjónustu (díakoníu) kirkjunnar.110
Sjálf reiknar Vilborg Auður með að fátækramálin og tengdir málaflokkar
hafi lent í miklu uppnámi við siðaskiptin. Kemst hún m.a. svo að orði að fjöl-
margir dómar um málefni förumanna frá því eftir siðaskipti bendi til „[…]
aukinnar fátæktar og vandræða, sem af henni stafaði, […]“.111 Virðist ýmsum
107 Karl Sigurbjörnsson, Lúther, bls. 86.
108 Sjá Heimir Steinsson, „Samfélagsáhrif siðbótarinnar“, Lúther og íslenskt þjóðlíf:
Erindi flutt á ráðstefnu um Martein Lúther, er haldin var 4. nóvember 1983 í tilefni
þess að 500 ár voru liðin frá fæðingu hans, ritstj. gunnar Kristjánsson o.a., Reykjavík:
Skálholt, Hið íslenska Lúthersfélag, 1989, bls. 103–117, hér bls. 114–116. gunnar
Kristjánsson, Marteinn Lúther: Svipmyndir úr siðbótarsögu, bls. 401–402. Í þeim
hjálpargögnum sem g.K. tilgreinir eru áhrif í þessu efni fremur rakin til píetismans.
Sama rit, bls. 439–440 (aftanmálsgr. 10). Í þessari grein er litið á slík áhrif sem
afleidd siðbótaráhrif.
109 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Siðbreytingin á Íslandi 1537–1565: Byltingin að ofan,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1997. Síðari endursk. útgáfa: Byltingin
að ofan: Stjórnskipunarsaga 16. aldar, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
2013. Sjá og sama, „nokkrar umþenkingar um kirkjuordinansíu Kristjáns III.“,
bls. 541–544. Sjá Loftur guttormsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Siðaskiptin
og fátækraframfærsla: Athugagreinar í tilefni af nýlegum útleggingum“, Saga LII:
1/2014, bls. 119–143, hér bls. 142–143.
110 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar: um fátækraframfærslu á
síðmiðöldum og hrun hennar“, Saga XLI: 2/2003, bls. 91–126, hér bls. 91–92.
111 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Ný heimsmynd: Siðbreyting, siðaskipti, siðbót, Reykjavík: