Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 251
XINYU ZHANG
250
skáldskap og sögu (e. history),3 lýstur ítrekað saman í Hundadögum með fullri
sjálfsvitund (e. self-consciousness) sögumannsins, en það sama má segja um all-
margar aðrar skáldsögur sem kenndar eru við póstmódernisma.
Í þessari grein verða Hundadagar greindir ítarlega í ljósi framangreinds
einkennis póstmódernískra skáldsagna, en þó einkum með hliðsjón af hug-
takinu sagnritunarsjálfsaga (e. historiographic metafiction) sem kanadíski bók-
menntafræðingurinn Linda Hutcheon skilgreindi með athyglisverðum hætti
í bók sinni A Poetics of Postmodernism: History, Theory, Fiction (1988).4 Þar
færir hún rök fyrir kenningum sínum um póstmódernisma og útfærslu hans
í skáldskap með því að greina allmarga bókmenntatexta, einkum af vett-
vangi enskra bókmennta frá síðari helmingi 20. aldar. Sömu einkenni eða
bókmenntastrauma má finna víðar um heim og Ísland er þar engin undan-
tekning. Þó hefur hugtakið sjaldan borið á góma hér á landi og því verður
sjónum fyrst beint að kenningum Hutcheon um póstmódernisma og póst-
módernískan skáldskap áður en fjallað verður um skáldsöguna Hundadaga.
Póstmódernismi og sagnritunarsjálfsaga
Kenningar Hutcheon um sagnritunarsjálfsögur byggja á bókmenntahug-
takinu sjálfsaga (e. metafiction) sem einkennt hefur umræðu um módernískar
og póstmódernískar bókmenntir á liðnum áratugum, en samkvæmt skil-
greiningu Hutcheon eru sagnritunarsjálfsögur skáldsögur „sem eru sjálfs-
lýsandi, en leggja hald sitt á sögulega atburði og persónur á þverstæðu-
kenndan hátt“.5 Einhver frægustu dæmi um þær í heimsbókmenntum eru,
samkvæmt henni, Hundrað ára einsemd (1967) eftir Gabríel García Márquez,
Ástkona franska lautinantsins (1969) eftir John Fowles, Miðnæturbörn (1981)
3 Íslenska orðið saga er margrætt og kann að merkja 1. „frásögn“, 2. „atburðarás sem
síðar er sagt frá, e-ð sem gerist“, 3. „mannkynssaga, frásögn af þróun einstakra þátta
eða greina“, 4. „sagnfræði“, 5. „sagnfræðirit“, 6. „sögugyðjan, sagan persónugerð“,
7. „skáldsaga“, sjá Íslensk orðabók, 5. útg., ritstj. Mörður Árnason, Reykjavík: For-
lagið, 2010, bls. 817–818. Síðar í þessari grein verður greinarmunur gerður á sagn-
fræði (e. history), sagnritun (e. historiography) og sögu (e. history) í merkingunni „e-ð
sem gerist“.
4 Linda Hutcheon, A Poetics of Postmodernism: History, Theory, Fiction, London og
New York: Routledge, 1988.
5 Sama rit, bls. 5. Á ensku segir, „[novels] which are both intensely self-reflexive and
yet paradoxically also lay claim to historical events and personages“. Ég vil þakka
Bergljótu Soffíu Kristjánsdóttur fyrir þýðinguna á hugtakinu sem hún benti á í nám-
skeiðinu „Glæpasagan“ við Háskóla Íslands á vormisseri 2017.