Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 252
„ÞANNIG ER SAGA OKKAR“
251
eftir Salman Rushdie og Páfagaukur Flauberts (1984) eftir Julian Barnes,6 þar
sem saga, kenningar og skáldskapur fléttast einatt saman.
Það kenningalíkan sem Hutcheon hefur þróað byggir fyrst og fremst á
póstmódernískri byggingarlist, þar sem hún kemur auga á áhugavert sam-
spil fortíðar og nútímans, meira að segja nútímalegan áhuga á fortíðinni í
formi paródíu,7 en líkanið á einnig rætur í ýmsum póstmódernískum bók-
mennta-, heimspeki- og sagnfræðikenningum. Deilt hefur verið um tungu-
málið, eðli þess og hvernig því er beitt, en það varðar einmitt samband sögu
og skáldskapar, enda varðveitist söguleg þekking okkar hvað mest í rituðum
frásögnum,8 og ýmsir hafa leitt að því rök að bæði saga og skáldskapur séu
hugarsmíð manna.
Á sjöunda og áttunda áratugnum urðu þáttaskil innan sagnfræðinnar, skil
sem sneru bæði að máli og frásögn (e. narrative/linguistic turn). Sagnfræð-
ingurinn Hayden White, sem hefur að ýmsu leyti átt stóran þátt í að móta
þau, gerir greinarmun á sögulegum atburðum og birtingarmyndum þeirra í
frásagnarformi. Það sem sagnfræðingar gera með söguritun sinni er ekki að
framkalla hinn sögulega raunveruleika, heldur að sverfa og smíða frásagnir
af honum og út frá honum sjálfum. Með öðrum orðum, enda þótt hinn sögu-
legi raunveruleiki sé svo sannarlega til, geta menn einungis komið til móts
við hann óbeint, í gegnum einhvern miðil, sem er oftar en ekki söguritun
sagnfræðinga. Kjarni málsins er því hvernig sagnfræðingar búa til skipulagða
sögu (e. story) úr óreiðukenndum atburðum (e. event).9 White gerir meðal
annars ráð fyrir sagnasmíð/fléttusmíð (e. emplotment) sem vinnubrögðum
6 Sama rit, t.d. bls. 5 og 44. Skáldsaga Barnes Flaubert’s Parrot hefur ekki komið út á
íslensku, en Árni Sigurjónsson hefur þýtt brot úr henni sem birtist í Tímariti Máls
og menningar 2/1996, bls. 100–106. Sjá líka langan verkalista í Amy Elias, „Histo-
riographic metafiction“, The Cambridge History of Postmodern Literature, ritstj. Brian
McHale og Len Platt, New York: Cambridge University Press, 2016, bls. 293–307,
hér bls. 293–295, þar sem D. M. Thomas, J. M. Coetzee, Toni Morrison og margir
fleiri koma við sögu.
7 Sjá t.d. Linda Hutcheon, A Poetics of Postmodernism, bls. 22–36; The Politics of Post-
modernism, 2. útg., London og New York: Routledge, 2002, bls. 11–13.
8 Tekið skal fram að sögulega þekkingin er auðvitað líka varðveitt annars staðar en í
frásögninni einni, til að mynda í ljósmyndum, myndböndum og hljóðböndum, en
þessar efnislegu birtingarmyndir sögunnar eru langt frá því að geta kallast „hlut-
lægar“, enda er þeim alltaf miðlað í gegnum þann aðila sem heita má höfundur, og
eru þess vegna alltaf litaðar túlkun hans.
9 Hayden White, „The Historical Text as Literary Artifact“, Tropics of Discourse: Essays
in Cultural Criticism, Baltimore og London: The Johns Hopkins University Press,
1978, bls. 81–100.