Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 253
XINYU ZHANG
252
sagnfræðinga, en slíkar smíðar einkenna sömuleiðis skáldskapinn, þar sem
höfundur (og oftlega sögumaður) vinnur með heimildir og býr til sögur upp
úr þeim.10 Með líkum hætti og íslenska orðið saga nær yfir bæði margskonar
skáldaðar frásagnir og sagnfræðilegt efni, telur White sagnfræðilegan texta
vera að einhverju leyti bókmenntalegan tilbúning (e. literary artifact), enda
deila skáldskapur og sagnfræðirit oftlega sama frásagnarmynstri.
Sagnfræði White er þannig meta-sagnfræði, því hann dregur athygli
manna að athöfn og afurð sagnfræðinnar. Í því sambandi má nefna að hug-
takið historiographic metafiction hefur einnig verið þýtt á íslensku sem „sagn-
fræðileg metaskáldverk“,11 en með þýðingunni „sagnritunarsjálfsaga“ er
undirstrikað að um er að ræða sagnritun (e. historiography),12 þann texta sem
fær mann til að íhuga ýmis atriði sem hafa áhrif á birtingarmyndir sögunnar,
til dæmis hvað sagnfræðingar hafa kosið að segja frá og hverju þeir hafa
sleppt eða þaggað niður, og hvernig sagnfræðingar hafa komist að mismun-
andi reyndum (e. fact) um sömu sögulega atburði (e. event).13 Þannig er hin
„hlutlæga“ sagnfræði afbyggð vegna þess að hún birtist fyrst og fremst sem
frásagnarverk og er því mjög háð vali, túlkun og hugmyndafræði þess sem
ritar verkið og þar með er litið svo á að ekki sé hægt að endurheimta for-
tíðina með neinum afdráttarlausum og hlutlægum hætti.
En þetta þýðir þó ekki að fortíðin eða sagan sé ekki til. Hutcheon segir
um þetta atriði: „Ekki er litið svo á að saga sé úrelt: hún er aftur á móti
endurskoðuð – sem hugarsmíð mannsins. [...] aðgangur okkar að henni er
nú algjörlega háður textum. Við getum ekki þekkt fortíðina nema í gegnum
textana sem henni tilheyra [...]“.14 Þetta er sannarlega mótsagnakenndur
hugsunarháttur: söguleg þekking er dregin í efa um leið og hún er stað-
10 Sjá líka Monika Fludernik, „Experience, Experientiality, and Historical Narrative:
A View from Narratology“, Erfahrung und Geschichte: Historische Sinnbildung im
Pränarrativen, ritstj. Thiemo Breyer og Daniel Creutz, Berlín og New York: De
Gruyter, 2010, bls. 40–72, hér bls. 40–42.
11 Gunnþórunn Guðmundsdóttir, „Skáldað um líf: Sjálfsævisögur sem bókmennta-
grein á tímum póstmódernisma“, Skírnir 177: vor/2003, bls. 109–125, hér bls. 117.
12 Sjá Frank Ankersmit, „Historiography“, Routledge Encyclopedia of Narrative Theory,
ritstj. David Herman, Manfred Jahn og Marie-Laure Ryan, London og New York:
Routledge, 2005, bls. 217–221.
13 Sjá t.d. Linda Hutcheon, A Poetics of Postmodernism, bls. 153. Á ensku segir, „Hi-
story offers facts – interpreted, signifying, discursive, textualized – made from brute
events.“ „Reyndir“ (e. fact) eru merkingarbær túlkun á „atburðum“ (e. event).
14 Linda Hutcheon, A Poetics of Postmodernism, bls. 16. Á ensku segir, „History is not
made obsolete: it is, however, being rethought – as a human construct. [...] its ac-
cessibility to us now is entirely conditioned by textuality. We cannot know the past
except through its text [...].“