Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 255
XINYU ZHANG
254
heon aftur á móti gríðarlegan og raunverulegan áhuga, í byggingarlist og
bókmenntum til að mynda, á sögu og pólitík, og ólíkt Jameson, kýs hún
enn fremur að undirstrika virkni menningarinnar andspænis félagshagfræði-
legum aðstæðum, en sú virkni felst einkum í svonefndri „gagnrýni í gegnum
þátttöku“ (e. complicitous critique).20
Höfuðaðferðir slíkrar gagnrýni innan frá eru paródía og írónía,21 en að
mati Jamesons er paródía á póstmódernískum tímum reyndar „verkefna-
laus“ (e. without a vocation) og hið einkennilega fyrirbæri pastís (eftirlíking
eða stæling) hefur komið í hennar stað.22 Hann telur að póstmódernismi
einkennist af merkingarlausri neyslu fremur en framleiðslu, hlutlausri þátt-
töku fremur en gagnrýni, því að póstmódernismi geti ekki framleitt neitt
nýtt, heldur leiki hann sér einungis með brot úr fortíðinni og sé á þá lund
flæktur í eins konar nostalgíu. Hutcheon lítur málin öðrum augum; hún tel-
ur að paródía sé enn jákvætt og skapandi afl. Paródía, skrifar hún, er „endur-
tekning úr gagnrýnni fjarlægð sem birtir írónískan mismun í innsta kjarna
líkinda“.23 Hún afhjúpar einmitt eina helstu mótsögn póstmódernismans,
því að hún hefur tvöfalda merkingu, getur bæði vísað til þess sem er andstætt
og hliðstætt tilteknu viðfangsefni. Paródía er með öðrum orðum tvöföld í
roðinu; hún bæði viðurkennir og véfengir, löggildir og kollvarpar því sem
hún beinist að. Þetta er það sem Hutcheon kallar tvöfalda kóðun (e. double
encoding): „Póstmódernísk paródía er bæði gagnrýnin á afbyggjandi hátt og
20 Linda Hutcheon, The Politics of Postmodernism, bls. 23. Sjá líka Jón Yngvi Jóhanns-
son, „Upphaf íslensks póstmódernisma: Um fyrstu ljóðabækur Einars Más Guð-
mundssonar“, Kynlegir kvistir tíndir til heiðurs Dagnýju Kristjánsdóttur fimmtugri,
ritstj. Soffía Auður Birgisdóttir, Reykjavík: Uglur og ormar, 1999, bls. 125–142, hér
bls. 125.
21 Hutcheon hefur fjallað ítarlega um paródíu og íróníu í A Theory of Parody: The Teach-
ings of Twentieth-Century Art Forms, Urbana og Chicago: University of Illinois Press,
1985 og Irony’s Edge: The Theory and Politics of Irony, London og New York: Rout-
ledge, 1995. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir hefur fjallað um íslensk bókmenntaverk
með hliðsjón af kenningum Hutcheon um íróníu og paródíu, sjá „„... hvers leitar
skiftíngur þinn í rassgörn þesssari?“: Fáeinar athugasemdir um skáld, skáldskap, háð
og spé í Gerplu“, Heimur skáldsögunnar, ritstj. Ástráður Eysteinsson, Reykjavík: Bók-
menntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2001, bls. 80–92; „„rjómaskán ofan í mitti“:
Um „Sólstafi“ Lindu Vilhjálmsdóttur“, Heimur ljóðsins, ritstj. Ástráður Eysteinsson,
Dagný Kristjánsdóttir og Sveinn Yngvi Egilsson, Reykjavík: Bókmenntafræðistofn-
un Háskóla Íslands, 2005, bls. 66–79.
22 Fredric Jameson, „Póstmódernismi eða menningarleg rökvísi síðkapítalismans“, bls.
256.
23 Linda Hutcheon, A Poetics of Postmodernism, bls. 26. Á ensku segir, „repetition with
critical distance that allows ironic signalling of difference at the very heart of simi-
larity“.