Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 256
„ÞANNIG ER SAGA OKKAR“
255
skapandi á uppbyggilegan hátt, hún dregur fram þverstæður og vekur at-
hygli okkar á takmörkum jafnt sem áhrifum framsetningar – í hvaða miðli
sem er.“24 Paródía leiðir þannig gamla texta (úr fortíðinni) inn í nýja texta (í
nútíðinni); hún gerir okkur kleift að skrifa um fortíð í nútíð, og í því skamm-
hlaupi felst ekki „nostalgísk endurkoma“, heldur „gagnrýnin endurskoðun
og írónísk samræða við sögu“ listarinnar og samfélagsins25 – endurskoðun
sem felur í senn í sér framsetningu á sögunni og afbyggingu sögunnar.
Öll þessi einkenni póstmódernismans eru sömuleiðis einkenni sagn-
ritunarsjálfsagna, enda eru þær að viti Hutcheon helsta (og í rauninni eina)
birtingarmynd póstmódernisma í skáldskap. Þetta eru skáldsögur sem ein-
kennast af mikilli sjálfsvitund og kalla má sjálfsögur – þær eru skáldsögur
um skáldsögur þar sem athygli er vakin á að skáldskapur sé tilbúningur (e.
artifact), „í þeim tilgangi að vekja upp spurningar um samband skáldskapar
og veruleika“.26 Sjálfsögur eru meðvitaðar um möguleika sína og takmörk
sem ráðast af því að þær eru skáldskapur og hugarsmíð tiltekins höfund-
ar, og í ofanálag bundnar máli og felldar í frásögn; þær draga með öðrum
orðum ekki dul á þekkingu sína á því hvað veldur möguleikunum og tak-
mörkunum sem þeim eru sett.27 Sjálfsögur þykjast ekki vera að skírskota
til empírísks veruleika utan skáldskapar, heldur eru þær sjálfsvísandi. Þess
vegna eru sagnritunarsjálfsögur „mótsagnakenndari og sögulega flóknari“28
24 Linda Hutcheon, The Politics of Postmodernism, bls. 94. Á ensku segir, „Postmodern
parody is both deconstructively critical and constructively creative, paradoxically
making us aware of both the limits and the powers of representation – in any medi-
um“.
25 Linda Hutcheon, A Poetics of Postmodernism, bls. 4. Á ensku segir, „not a nostalgic
return; [it is] a critical revisiting, an ironic dialogue with the past.“
26 Patricia Waugh, Metafiction: The Theory and Practice of Self-Conscious Fiction, New
York og London: Methuen, 1984, bls. 2. Þýðingin er fengin af vefsíðu Jóns Karls
Helgasonar, en þar er að finna gagnlegan lista yfir ýmis hugtök sem tengjast sjálf-
sögum, sjá http://uni.hi.is/jkh/kennsla/hugtok/.
27 Um hugtakið metafiction sjá m.a. Patricia Waugh, Metafiction; Linda Hutcheon,
Narcissistic Narrative: The Metafictional Paradox, New York og London: Methuen,
1984; Brian McHale, Postmodernist Fiction, London og New York: Routledge, 1987.
Ýmsir íslenskir fræðimenn hafa líka gert tilraunir til að kynna hugtakið metafiction
og þýða það yfir á íslensku, sjá einkum Jón Karl Helgason, „Deiligaldur Elíasar:
Tilraun um frásagnarspegla og sjálfgetinn skáldskap“, Ritið 3/2006, bls. 101–130;
„Tólf persónur leita höfundar: Tilraun um sögusagnir og dæmisagnalist“, Skírnir
182: vor/2008, bls. 81–120; „„Þú talar eins og bók, drengur“: Tilraun um meðvit-
aðan skáldskap“, Skírnir 185: vor/2011, bls. 89–122.
28 Linda Hutcheon, A Poetics of Postmodernism, bls. 40. Á ensku segir, „more para-
doxical and historically complex“.