Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 257
XINYU ZHANG
256
en aðrar sjálfsögur – þær segja frá því sem hefur gerst í formi skáldskapar;
þær látast í upphafi vera að skírskota til empírísks veruleika eins og tíðkast
í raunsæisskáldskap og hefðbundnum sagnfræðiritum, en efast einnig mjög
um milliliðalaust samband textans og veruleikans. Sagnritunarsjálfsögur
spretta meðal annars upp fyrir margvísleg áhrif frá kenningum eins og ný-
söguhyggju og póststrúktúralisma þar sem litið er á sagnfræðirit sem bók-
menntalegan tilbúning, en þær eru ekki síður andsvör skáldsagnahöfunda
við félagslegum veruleika, svo sem styrjöldum, nýlendufrelsun, kynþátta-,
kvenna- og hinsegin hreyfingum – andsvör til að umskrifa og jafnvel breyta
hinni skráðu og alhæfðu sögu. Framsetning á sögunni og skírskotun til hennar
eru þannig í raun grunduð í sagnritunarsjálfsögum.29
Það er þessi hrifning á sögunni sem greinir sagnritunarsjálfsögur og sjálf-
sögur að. Hutcheon telur því að sjálfsögur eins og bandaríska ofur-skáld-
sagan (e. surfiction) og franskan nýsagan eða ný-nýsagan (e. New Novel, New
New Novel) séu ekki póstmódernískar heldur módernískar, og sagnritunar-
sjálfsagan sýni öðrum formum betur hversu mótsagnakenndur póstmód-
ernisminn er.30 Bandaríski bókmenntafræðingurinn Brian McHale heldur
því fram að módernískar bókmenntir spyrji þekkingarfræðilegra spurninga
um heiminn (Hvernig get ég túlkað heiminn sem ég er hluti af og hvað er
ég í honum?) á meðan póstmódernískar bókmenntir spyrji verufræðilegra
spurninga (Hvaða heimur er þetta, hvað á að gera í honum og hvaða sjálf
mitt á að gera það?).31 Sagnritunarsjálfsögur spyrja, samkvæmt skilgrein-
ingu Hutcheon, bæði þekkingarfræðilegra og verufræðilegra spurninga:
„Hvernig getum við þekkt fortíðina (eða nútíðina)? Hver er verufræðileg
staða þeirrar fortíðar? Heimildanna um hana? Frásagna okkar?“32 Þannig
29 Sjá Amy Elias, „Historiographic Metafiction“, bls. 293 –295, 301. Sjá líka Monika
Fludernik, „History and Metafiction: Experientiality, Causality, and Myth“, Histo-
riographic Metafiction in Modern American and Canadian Literature, ritstj. Bernd Eng-
ler, Schöningh: Paderborn, 1994, bls. 81–101, hér bls. 84.
30 Linda Hutcheon, A Poetics of Postmodernism, bls. 40 og 108. Amy J. Elias skiptir
hins vegar póstmódernískum bandarískum skáldsögum í þrennt: 1) sjálfsögur sem
endurspegla póststrúktúralískar kenningar um tungumál og einbeita sér mjög að
forminu, 2) sagnritunarsjálfsögur, 3) skáldsögur þar sem nýttar eru sjálfsögulegar
aðferðir en eru samt frábrugðnar áðurnefndu tveimur gerðunum. Sjá „Postmodern
metafiction“, The Cambridge Companion to American Fiction after 1945, ritstj. John N.
Duvall, New York: Cambridge University Press, 2012, bls. 15–29, hér bls. 17–18.
Frekari gagnrýni á hina þröngu skilgreiningu og flokkun Hutcheon á póstmódern-
ískum skáldskap má finna síðar í þessari grein.
31 Brian McHale, Postmodernist Fiction, bls. 9–10.
32 Linda Hutcheon, A Poetics of Postmodernism, bls. 50. Á ensku segir, „How do we