Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 258
„ÞANNIG ER SAGA OKKAR“
257
taka sagnritunarsjálfsögur virkan þátt í umræðunni um sögulega þekkingu
og gera þá jafnan hvort tveggja í senn að draga þekkingu okkar í efa og sýna
okkur fram á hve margbrotin hún sé: Er fortíðin í okkar augum „raunveru-
leiki“ (e. reality) eða fyrst og fremst það sem við höfum aðgang að í gegnum
texta eða heimildir (e. textualized accessibility)?33 Sagnritunarsjálfsögur af-
hjúpa einmitt þessa mótsögn.
Sjálfsagan Hundadagar
Nú er tímabært að beina sjónum að skáldsögunni Hundadögum og kanna
hvernig hugtakið sagnritunarsjálfsaga getur nýst til greiningar á henni.
Skáldsagan kom út á Íslandi og í Danmörku á sama tíma árið 2015 og hlaut
Íslensku bókmenntaverðlaunin sama ár. Hundadagar er „söguleg skáldsaga“
en líka „túlkun á samtíma“,34 eða segjum nútímaleg söguleg skáldsaga þar
sem fléttað er saman þráðum úr sögu Íslands og mannkynssögunni þannig
að frásögnin teygir sig yfir nokkrar aldir, meira að segja frá 18. öld til 21.
aldar.
Ólíkt því sem tíðkast í skáldsögum Walters Scott, „föður“ bókmennta-
greinarinnar söguleg skáldsaga eða söguleg rómansa, fjallar skáldsaga Einars
Más um raunverulegar sögulegar persónur, eins og alþekkt er í mörgum
sagnritunarsjálfsögum.35 Þar er sérstaklega sagt frá ævi danska „lukkuriddar-
ans“ Jörgens Jörgensen (1780–1841), sem sigldi um höfin blá, gerði byltingu
á Íslandi og varð kóngur þar í tvo mánuði árið 1809, en var sendur aftur til
Tasmaníu sem fangi eftir að bylting hans misheppnaðist, og dó þar. Sam-
hliða frásögninni af Jörgen er sagt frá ævi séra Jóns Steingrímssonar (1728–
1791) sem var vottur að Skaftáreldunum árið 1783 og var talinn hafa stöðvað
eldhraunið með messu sinni. Báðir voru þeir kumpánar flæktir í ýmis ásta-
og peningamál og þar að auki ritaði séra Jón, eins og Jörgen, ævisögu til að
hreinsa mannorð sitt.36 Finnur Magnússon (1781–1847) fornfræðingur er
know the past (or the present)? What is the ontological status of that past? Of its
documents? Of our narratives?“
33 Sjá sama rit, bls. 114.
34 Ásdís Sigmundsdóttir, „Brúarsmiður eða farartálmi“, Fréttablaðið 4. desember 2015,
bls. 30.
35 Um þetta einkenni sagnritunarsjálfsagna sjá Linda Hutcheon, A Poetics of Postmod-
ernism, bls. 114–115.
36 Um ævisögu séra Jóns sjá Matthías V. Sæmundsson, „Upplýsingaröld 1750–1840“,
Íslensk bókmenntasaga III, ritstj. Halldór Guðmundsson, Reykjavík: Mál og menning,
1996, bls. 23–217, hér bls. 124–134.