Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 269
XINYU ZHANG
268
ekki til einn sögulegur sannleikur sem getur nýst sem meta-sannleikur til að
útskýra allt, heldur býr sagan yfir margvíslegum sannleikum. Þar sem upp-
lýsingin bregst, rís ævintýri og rómantík upp,64 og (skáld)sagan, eins og sögu-
maður kemst að orði, er þá „bæði sprellfjörug, skrautleg og skemmtileg en
dettur stundum niður í depurð og þunglyndi og hjakkar í sama farinu árum
og jafnvel öldum saman“ (17).
„Sagan fer fram og aftur blindgötuna, upp og niður dagatalið og endur-
tekur sig“ (26) er niðurstaðan sem sögumaður kemst að þegar hann leiðir
hugann að samtíma sínum. Honum þykir eins og fortíðin og samtíminn
kallist á þegar hann ber saman búsáhaldabyltinguna 2009 í kjölfar íslenska
hrunsins og hina misheppnuðu byltingu Jörgens 1809: „Tvö hundruð árum
seinna endurtók nákvæmlega sama sagan sig nema þá var það ekki Alexander
Jones skipstjóri heldur forsætisráðherra landsins sem kallaði allan almenn-
ing í búsáhaldabyltingunni skríl skömmu eftir að hann bað guð um að blessa
landið“ (204).
Stjórnvöldin fyrr og nú hafa sama orðið (skríl) um almenning sem tekur
þátt í byltingu, en staða Íslands nú er heldur ekki ýkja ósvipuð þeirri sem
blasti við á 19. öld þegar Ísland var nýlenda Danmerkur,65 að minnsta kosti
ef hugsað er til þess að í augum annarra – einkum túrista – er Ísland enn
holdgerving hins frumstæða. En núna er í raun um að ræða meðvitað val og
aðferð til að kynna landið, eins og sjá má í kynningarmyndbandinu Inspired
by Iceland: „Og einhvers staðar þarna inni í myndinni erum við, skringilegt
háttalag okkar og hegðun, og við reynum að standa undir væntingum sem
göfugir villimenn, hnattvæddir frummenn og jafnvel hobbitar“ (103). Ljósi
er þannig varpað á hina póstkólónísku stöðu Íslands í heiminum og gefið er
í skyn að nýlenduhyggja sé ennþá til í dag en hafi skipt hömum: hún snúist
nú ekki endilega um utanaðkomandi og opinbera kúgun, heldur frekar eins-
konar sjálfs-nýlendun, einskonar samsæri eða meðvirkni í þágu efnahagslegs
hagnaðar.66
64 Sbr. káputexta Hundadaga: „Og sagan er ævintýraleg – og ævintýrin söguleg“.
65 Sjá t.d. Jón Yngvi Jóhannsson, „Scandinavian Orientalism: The Reception of Dan-
ish-Icelandic Literature 1905–1950“, Nordisk litteratur og mentalitet, ritstj. Malan
Marnersdóttir og Jens Cramer, Tórshavn: Fróðskaparfelag, 2000, bls. 254–261.
66 Sjá Morten Jest, „Virkeligheden overgår fantasien“, Gymnasieskolen.dk, 9. nóvember
2015, sótt 25. febrúar 2019 af https://gymnasieskolen.dk/virkeligheden-overgaar-
fantasien: „Hundedage beskriver ikke alene koloniale strukturer og kampe et par
århundreder tilbage, men trækker også tråde til nutiden, hvor de koloniale ideolo-
gier ifølge Guðmundsson lever videre på en række områder. For eksempel i forhold
til turisme, hvor vi udstiller vores kultur som forventet og opfører os, som det for-