Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 279
DAvÍð G. KRISTInSSOn
278
ast‘ – „[u]ndrunin gegnsýrir heimspekina“8 – yfir hlutum sem í fljótu bragði
kunna að virðast svo augljósir að engra spurninga sé þörf. Að velta ekki að-
eins upp spurningum sem álitnar eru mikilvægar innan ákveðinna rannsókn-
arhefða heldur að leyfa jafnframt hinu ‚bernska‘ að vera við stjórnvölinn,9
undrast það sem á vegi manns verður, að heimi textans meðtöldum.10
Hluti af þessari ‚bernsku‘ heimspekinnar er að afmarka sig ekki við sér-
fræðispurningar á eigin heimavígstöðvum heldur að leyfa sér að varpa einn-
ig fram spurningum á framandi fræðasviðum, að hætta ekki að spyrja þótt
spurningar vísi út fyrir ramma heimspekinnar sjálfrar. Þetta hlutverk innir
heimspekin af hendi á þeirri forsendu að hún á ekki aðeins þegnrétt í heimi
sérfræðigreina heldur er hún jafnframt almennari fræðigrein sem skoðar hið
sérhæfða á almennan hátt samtímis því að kappkosta að miðla hinu sérhæfða
til almennari lesenda.11
Sú nálgun sem hér er kennd lauslega við heimspeki er ekki alfarið sér-
heimspekileg heldur svipar að mörgu leyti til nálgana í skyldum fræðigrein-
um, t.d. sú tegund samanburðar sem beitt er hér á eftir. Slíkur samanburður
kappkostar að bera saman ólík fyrirbæri í leit að nýjum skilningi, í viðleitni
til að opna hugsuninni nýjan farveg.
Hér er aðeins fjallað um lítinn hluta þeirra fræðitexta sem skrifaðir voru
um hrunið. Úrvalið endurspeglar síður mikilvægi textanna sem greininga á
hruninu en notagildi þeirra fyrir þær aðferðafræðilegu vangaveltur og spurn-
að laga sig að rannsóknarviðmiðum yngri vísindagreina, t.d. að því marki sem þeir
birta á sama vettvangi eða sækja um sömu rannsóknarstyrki og vísindamenn. Þar eru
viðmið vísindanna ráðandi og heimspekingar þurfa að gera grein fyrir nálgun sinni
út frá slíkum viðmiðum. Hins vegar má spyrja hvort það sé framför fyrir fræðasam-
félagið í heild ef þetta ‚bernska‘ sérkenni heimspekinnar líður undir lok.
8 Martin Heidegger, „Hvað er það, heimspekin?“, þýð. Róbert Jack, Hvað er heim-
speki? Tíu greinar frá tuttugustu öld, ritstj. Róbert Jack og Ármann Halldórsson,
Reykjavík: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, 2001, bls. 97–116, hér bls. 113.
9 Ernst Bloch líkir undrun heimspekinnar við spyrjandi barn í greininni „Hvað er
heimspeki sem leitandi og freistandi?“, þýð. Geir Sigurðsson, Hvað er heimspeki?,
bls. 213–219, hér bls. 213.
10 Andstæða slíks viðhorfs væri gagnrýni á borð við þá að hugleiðingar fræðimanns um
ákveðið viðfangsefni beri þess vott að viðkomandi sé að velta því fyrir sér í fyrsta
sinn. viðbrögð af því tagi fela væntanlega í sér að viðkomandi spyrji ólíkt því sem
tíðkast innan rannsóknarhefðar. Frá sjónarhóli heimspekinnar er það aftur á móti
hið undursamlega við spyrjandi barn hve óhefðbundnar vangaveltur þess gjarnan
eru.
11 Um hið síðarnefnda sjá t.d. Jürgen Habermas, „Heimspekin sem staðgengill og
túlkandi“, þýð. Davíð G. Kristinsson, Hvað er heimspeki?, bls. 221–244, hér bls.
242–243.