Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 281
DAvÍð G. KRISTInSSOn
280
hún sé ítarleg, hafi að geyma á annað þúsund tilvísanir í heimildir og höf-
undurinn sé doktor í sagnfræði. Með því að gefa ekki út hjá fræðibókaforlagi
virðist höfundurinn sjálfur ýja að því að textinn sé ófræðilegur. Yfirbragð
bókarinnar gefur það sömuleiðis til kynna: Undirtitillinn, kaflaheiti á borð
við „Óveðursský“ og notkun blaðaljósmynda.15 Það er þó ekki þetta sem
Johnson o.fl. draga fram, mati sínu til stuðnings, heldur að bókin sé „lýsandi
og skorti félagsvísindalega innsýn“. Í fljótu bragði mætti ætla að Guðna Th.
skorti slíkt innsæi sökum þess að hann er sagnfræðingur, sú fræðigrein heyri
undir hugvísindi og því sé ekki að vænta að hann varpi félagsvísindalegu ljósi
á viðfangsefnið. Áhersla Johnson o.fl. er þó líkast til önnur, eins og lykil-
orðið „lýsandi“ gefur til kynna: Fræðitextar geta verið lýsandi að hluta til en
skorti þá alfarið „teoretískar hugleiðingar“ geta þeir ekki talist fræðilegir.16
Sem andstæðu slíkra ófræðilegra texta tína Johnson o.fl. meðal annars
til nokkrar ritrýndar tímaritsgreinar. Í hópi þeirra er grein Sillu Sigurgeirs-
dóttur og Roberts Wade.17 En hvers eðlis er sá texti? Um er að ræða ítarlega
samantekt á efnahagslegri og pólitískri þróun á Íslandi frá 19. öld og fram
yfir kreppu. Greinin er vel skrifuð og það eina sem kemur í veg fyrir að
hún hefði getað birst í fáguðu dagblaði eða vikuriti virðist vera lengdin. Því
blasir ekki við hví telja beri þennan texta sérlega fræðilegan í samanburði
við bók Guðna Th. Í textanum er vitaskuld greining á þróun mála en hafi
hann að geyma „teoretískar hugleiðingar“ hvaða merking er þá lögð í orðið
teoría hér? Er átt við að kenningum sé beitt við greiningu á þróun mála?
Höfundarnir vísa ekki til kenninga í grein sinni og engin auðséð merki eru
um óbeina notkun þeirra.
Íslenska framlagið í téðu fagtímariti, grein Baldurs Þórhallssonar stjórn-
15 Sjá Guðni Th. Jóhannesson, Hrunið. Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar, Reykja-
vík: JPv, 2009.
16 Í Lesbók Morgunblaðsins (4. júní 2009) segir Jón Ólafsson heimspekingur í ritdómi
að Hrunið sé „gagnlegt yfirlit“, að Guðni Th. sé „sérlega flinkur við að draga saman
upplýsingar“ og forðist „upphrópanir“. Þrátt fyrir „blaðamennskueðli bókarinnar“
tekur Jón fram: „vinnubrögð sagnfræðingsins leyna sér hinsvegar ekki, Guðni
er miklu vandvirkari og nákvæmari í meðferð heimilda en algengast er í ritum af
þessu tagi, og frásögnin er fagmannlega uppbyggð.“ Hrunið er þannig í grunninn
„blaðamennskurit“ en frábrugðið þeim flokki að því leyti sem akademísk handverks-
kunnátta höfundar skín í gegn. Eins og Johnson o.fl. virðist Jón þeirrar skoðunar að
bókin sé fyrst og fremst lýsandi en ólíkt þeim nefnir hann ekki kenningaskort sem
ástæðu þess að verkið geti ekki talist fræðilegt, heldur það að í „frásögn sinni forðast
Guðni að draga ályktanir“ svo og „alla greiningu á atburðunum“.
17 Silla Sigurgeirsdóttir og Robert Wade, „Lessons from Iceland“, New Left Review
65/2010, bls. 5–29.