Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 282
FRæðAMöRK
281
málafræðings,18 hefur auðsærri fræðiblæ en texti Sillu og Wade. Hjá Baldri
er þó sömuleiðis hluti textans endursögn á þróun mála. Mislöng upprifjun
af þessu tagi er algeng í enskum textum íslensks háskólafólks um kreppuna.
Hún gæti reynst erlendum fræðimönnum mikilvægur liður í því að skilja
hrunið hérlendis en þessir textahlutar hafa þó engin fræðileg einkenni. Út
frá þessu smávægilega sérkenni mætti spyrja hvort fræðitextar séu yfirleitt
fræðilegir frá upphafi til enda, þ.e. hafi eingöngu að geyma fræðilega texta-
hluta, eða hvort þeir séu oftar en ekki aðeins á köflum fræðilegir. Sé það svo
skilja þeir sig ekki í einu og öllu frá ófræðilegum skrifum heldur aðeins að
hluta. Þannig mætti spyrja hve stór hluti texta verði að vera fræðilegur til að
hann teljist það í heild sinni – og öfugt: hve viðamikill getur textahluti verið,
sem hefur fræðilegt yfirbragð hvað form eða innhald varðar, án þess þó að
textinn í heild sinni sé álitinn fræðilegur?
Jafnframt má spyrja hvort ávallt séu glöggar markalínur milli hugleið-
inga sem settar eru fram af háskólafólki og annarra. Þannig álítur Ólafur
Páll Jónsson, heimspekingur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, til að
mynda að sumar greiningar sínar á kreppunni sé að finna í annarri mynd
utan akademíunnar. Sjálfur færir hann rök fyrir því að það hafi færst í aukana
fyrir hrun „að stjórnmálamenn líta á sig sem valdsmenn“ en „Jón Kalman
Stefánsson lýsir svipaðri hugsun“.19 Sé þetta mat heimspekingsins rétt er
það varla hugleiðingin sem slík sem er fræðileg eða ófræðileg heldur fremur
framsetningin og rökfærslan. Þannig er orðalag heimspekingsins meira ab-
strakt að því leyti sem hann talar t.d. um tvíeðli ríkisins: þannig „skiptir ríkið
um eðli, það umskiptist frá því að vera sameinandi afl yfir í að vera sundrandi
afl“.20 Auk þess tengir Ólafur Páll greiningu sína við hugmyndir annarra
heimspekinga.
Þar eð þessi hluti fræðigreinar Ólafs Páls hafði áður birst undir yfirskrift-
inni „Aflsmunir, vitsmunir og íslenskt samfélag“ í Lesbók Morgunblaðsins (31.
jan. 2009) og Jón Kalman birti grein sína „nýtt Ísland, nýtt lýðveldi“ í Frétta-
blaðinu (15. jan. 2009) mætti einnig líta svo á að hér tali þeir ekki í nafni fræði-
mennskunnar og skáldskaparins heldur komi báðir fram sem ‚gáfumenn‘ á
opinberum vettvangi fjölmiðla. Frá þeim sjónarhóli mætti spyrja hvort sá
textahluti Ólafs Páls úr Morgunblaðinu sem var endurbirtur í fræðigrein hans
18 Baldur Þórhallsson, „Domestic Buffer versus External Shelter. viability of Small Sta-
tes in the new Globalised Economy“, European Political Science 3/2011, bls. 324–333.
19 Ólafur Páll Jónsson, „Lýðræði, réttlæti og haustið 2008“, Skírnir 2/2009, bls. 281–
307, hér bls. 292.
20 Sama rit, bls. 290.