Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 290
FRæðAMöRK
289
þannig styðjast við hversdagslegar hugmyndir sem og hugmyndir annarra
hugsuða. Þannig byggir Ólafur Páll á einum stað t.d. „að verulegu leyti á
hugmyndum Páls Skúlasonar“, í öðru samhengi „fylgi ég John Rawls“.50
Hugsuðir vísa til annarra hugsuða og hugmyndir þeirra til annarra heim-
spekilegra hugmynda: „þegar spurt er um siðferðilegan grundvöll sam-
félagsins þá vísar svarið annars vegar til hugmyndarinnar um lýðræði […] og
hins vegar til hugmyndarinnar um réttarríki, þ.e. til þess hver sé grundvöllur
réttmætra laga og þar með réttmætrar valdbeitingar ríkisins. Þetta seinasta
atriði birtist með skýrum hætti í greiningu Tómasar af Aquino á eðli laga“.51
Af þessu að dæma virðast hugmyndir heimspekinga m.a. fela í sér greiningu
á grundvallaratriðum og skilyrðum. Auk þess eru þær mögulega flóknari en
sumar hversdagshugmyndir að því leyti sem þær hafa að geyma þætti á borð
við forsendur og almennar afleiðingar: „Kjarninn í hugmynd Tómasar af
Aquino er að til þess að valdboð geti haft lagagildi, en sé ekki bara ofbeldi
hins sterka, þá verður að vera hægt að réttlæta valdboðið á þeirri forsendu
að það stuðli að almannaheill“.52 Heimspekilegar hugmyndir af þessu tagi
virðist allt eins mega nefna hugsun, t.d. „þá hugsun […] að ríki sem ekki er
réttlátt skorti grundvöll“.53
Hugmyndin sem er í miðdepli hjá Ólafi Páli er „frjálshyggja; sú hugmynd
að frelsi sem grundvallast á eignarrétti sé mikilvægasti réttur borgaranna og
að þennan rétt megi ekki skerða nema undir sérstökum kringumstæðum“.54
Þessa hugmynd, frjálshyggjuna, virðist allt eins mega nefna kenningu. Ólafur
Páll talar um „ólíkar kenningar um félagslegt réttlæti […] t.d. jafnaðar-
stefnu og frjálshyggju“ og um „kenningu Rawls“,55 enda nefnist meginrit
hans Kenning um réttlæti, andsvar heimspekingsins og hagfræðingsins Amar-
tya Sen við því hins vegar Hugmyndin um réttlæti.56 Auk Rawls og Sen vísar
Ólafur Páll til greinar þar sem Þorsteinn Gylfason heimspekingur taki „til
skoðunar kenningar nokkurra helstu hugmyndafræðinga frjálshyggjunn-
ar“.57 Texti Þorsteins er sömuleiðis dæmi um það hvernig heimspekingar
50 Sama rit, bls. 290, 294.
51 Sama rit, bls. 288.
52 Sama rit, bls. 288.
53 Sama rit, bls. 291.
54 Sama rit, bls. 304.
55 Sama rit, bls. 295, 297.
56 John Rawls, A Theory of Justice, Oxford: Clarendon Press, 1971; Amartya Sen, The
Idea of Justice, London: Allen Lane, 2009.
57 Ólafur Páll Jónsson, „Lýðræði, réttlæti og haustið 2008“, bls. 283.