Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 291
DAvÍð G. KRISTInSSOn
290
nota iðulega kenningu og hugmynd nánast sem samheiti. Þannig talar hann
um „verðleikatilgátu eða verðleikakenningu um réttlæti“, þ.e. „verðleikahug-
myndin (eða tilgátan, kenningin) um réttlæti“.58
Það að heimspekingar nefni hugmyndir kenningar og kenningar hug-
myndir er ekki afgerandi svo lengi sem innbyrðis ríki sátt um að þetta séu í
sumum tilvikum nokkurs konar samheiti. Frá sjónarhóli vísindanna, þar sem
hugmynd er mögulega síður aðferðafræðilegt grunnhugtak en kenning og til-
gáta, vaknar þó spurningin í hvaða skilningi hugmyndir heimspekinga eru
kenningar. Er notkun heimspekinga á hugtakinu kenning iðulega frjálslegri
en tíðkast í vísindum? Eru kenningar heimspekinga kenningar í vísindalegum
skilningi? Ólafur Páll notar hugtakið kenning til að mynda í tengslum við
lögmál réttlætisins. Slík lögmál virðast ekki vera úr tengslum við hugmyndir
fólks almennt, enda má í hversdagslegum skilningi segja: „þau lögmál rétt-
lætisins, sem einkenna samfélagið, birtast fólki“.59 Frá kennilegu sjónarmiði
er það svo að „[g]rundvallarlögmál réttlætisins eru ekki heildstæð kenning
um réttlæti fyrir ríkið heldur einungis fyrsta skrefið í slíkri kenningu“.60 Af
þessu má ráða að heimspekikenningar megi reisa á grundvallarlögmálum og
í nokkrum áföngum. Auk þess kemur fram að „lögmálin eiga við um grunn-
gerð samfélagsins“61 og snúa þannig að grundvallaratriðum. „Það er síðan
hlutverk lögmála réttlætisins að skilgreina nánar á hvaða forsendum menn
búa saman í samfélagi.“62 Innsýn í tengsl forsendna og kenninga í stjórn-
speki fáum við meðal annars hér: „Sú forsenda að borgararnir séu frjálsir er
því ókláruð þangað til gerð hefur verið grein fyrir því hvað réttmæt frelsis-
skerðing sé, og slík greinargerð hlýtur að kalla á kenningu um hvað réttlæti
sé.“63 Kenningin varpar þannig ljósi á inntak forsendnanna og forsendurnar
liggja kenningunni til grundvallar.
nú þegar einhver innsýn hefur fengist í kenningasmíð stjórnspekinga
má spyrja hvernig þeir leggja mat á heimspekilegar hugmyndir eða kenn-
ingar. Er það svipað því þegar vísindafólk kappkostar að staðfesta eða hrekja
58 Þorsteinn Gylfason, „Hvað er réttlæti?“, Skírnir 1984, bls. 159–222, hér bls. 159.
Í andsvari notast annar heimspekingur sömuleiðis við hugtökin verðleikahugmynd
jafnt sem verðleikakenning. Eyjólfur Kjalar Emilsson, „verðleikar og sannleikur.
Þorsteinn Gylfason um réttlæti“, Tímarit Máls og menningar 2/1985, bls. 232–240.
59 Ólafur Páll Jónsson, „Lýðræði, réttlæti og haustið 2008“, bls. 287.
60 Sama rit, bls. 290.
61 Sama rit, bls. 297.
62 Sama rit, bls. 296.
63 Sama rit, bls. 294–295.