Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 294
FRæðAMöRK
293
markaði heldur að leita hamingjunnar.“75 Hér er í nafni hins eiginlega og
skynsamlega girt fyrir þann möguleika að þátttaka í samkeppni á frjálsum
markaði geti gert ákveðna einstaklinga hamingjusama.
Hvað varðar slíka viðleitni til að sannfæra lesendur um ágæti eigin af-
stöðu eru skrif Ólafs Páls nokkuð hefðbundin stjórnspeki og sama má segja
um þær reynsluathuganir sem hann tvinnar saman við abstrakt teoríu.
Eins og flestir hugsuðir, og ólíkt því sem tíðkast í félagsvísindum, er hann
ekki með yfirlýsta stefnu um það hvernig reynslan er samofin kenninga-
vinnu. Að hætti heimspekinnar tvinnar Ólafur Páll saman ókerfisbundnum
reynsluathugunum, þ.e. persónulegri hversdagsreynslu, við heimspekilegar
vangaveltur.76 Með frjórri samlíkingu tengir hann þannig þá tilvistarkreppu
sem fylgir því að horfast með hækkandi aldri í augu við „afhjúpun forgengi-
leikans“ við uppljóstrunina sem átti sér stað með hruninu: „Á svipaðan hátt
hefur efnahagskreppan leitt til tilvistarkreppu á vettvangi samfélagsins.“77
væntanlega er það sömuleiðis út frá einhvers konar reynsluathugun sem
Ólafur Páll ályktar að mótmælin á Austurvelli hafi vegið þungt þar eð hér var
„á ferðinni fjöldi fólks úr öllum stéttum og úr öllu litrófi stjórnmálanna“.78
Lesandinn fær enga innsýn í það með hvaða hætti heimspekingurinn kemst
að þessari niðurstöðu. Byggist hún á hans eigin reynslu (ókerfisbundinni
‚vettvangskönnun‘), mati viðmælenda, upplýsingum úr fjölmiðlum – nokkuð
sem áhugavert væri að vita vilji lesandinn bera þessa fullyrðingu saman við
ítarlegar félagsvísindarannsóknir á þátttöku í Búsáhaldamótmælunum.
Í samanburði við hefðbundnar sannfæringartilraunir og ókerfisbundnar
reynsluathuganir Ólafs Páls verður það að teljast síður viðtekin heimspeki
að hann vísi ekki aðeins í virta heimspekinga, heldur jafnframt í dagblöð,
netmiðla, stjórnmálamenn, þingræður, fréttabréf úr ráðuneytunum, ávörp,
áskoranir, skýrslur og skoðanakannanir. Að þessu leyti er nálgunin áþekkari
skyldum fræðigreinum en því sem lengst af tíðkaðist innan heimspekinn-
ar. Þó greinir hann sig að þessu leyti ekki frá skrifum flestra annarra ís-
lenskra heimspekinga um kreppuna.79 Komandi tíð mun leiða í ljós hvort
75 Ólafur Páll Jónsson, „Lýðræði, réttlæti og haustið 2008“, bls. 303.
76 Heimspekingar hafi alla tíð ástundað slíka blöndu af abstrakt vangaveltum og per-
sónulegri hversdagsreynslu en gera þessa blönduðu aðferð þó sjaldan að viðfangs-
efni. Það sem greinir heimspeki frá félagsvísindum er ekki að einvörðungu þau
síðarnefndu styðjist við reynslugögn heldur er meginmunurinn sá að þau gera það
með kerfisbundnum hætti.
77 Ólafur Páll Jónsson, „Kreppa, náttúra og sálarlíf“, bls. 108.
78 Ólafur Páll Jónsson, „Lýðræði, réttlæti og haustið 2008“, bls. 285.
79 Meðal undantekninga er Páll Skúlason, „Hvernig á að takast á við kreppuna? Hug-