Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 295
DAvÍð G. KRISTInSSOn
294
hið alkunna viðfangsefni, hrunið, hafi tímabundið ýtt undir þessa fjölbreyttu
heimildanotkun eða hvort heimspekin sé í auknum mæli að opna sig fyrir
slíkum gögnum og sjálfsmynd hennar að því leyti að taka breytingum.
Þegar upp er staðið hefur Ólafur Páll fjallað talsvert um réttlæti á al-
mennum nótum og nokkuð um hið staðbundnara íslenska samfélag. Þann-
ig sækir hann t.d. til Rawls abstrakt greiningu á fimm ólíkum samfélags-
tegundum. „Þessar ólíku þjóðfélagsgerðir eru ekki hugsaðar sem greiningar
á tilteknum þjóðfélögum heldur sem viðmið eða mælikvarðar sem nota má
til að meta ólík þjóðfélög.“80 Þetta viðmið Rawls notar Ólafur Páll m.a. til
að staðsetja íslenska samfélagsgerð fyrir hrun: „Ég geri ráð fyrir að íslenskt
samfélag síðustu áratuga fari nær því að falla undir kapítalískt velferðarríki
fremur en séreignarlýðræði“.81 Þrjár meinsemdir hafi einkennt þetta kapít-
alíska velferðarríki og þegar okkur verður ljóst að þessar „meinsemdir ein-
kenndu íslenskt þjóðfélag fyrir hrunið haustið 2008 ættum við að hafa betri
skilning á því hvað fór úrskeiðis og hver viðfangsefnin framundan eru“.82
Þegar heimspekingar beita hugmyndum eða kenningum við greiningu stað-
og tímabundinna fyrirbæra hafa þær þannig skýringargildi, skerpa sýn á við-
fangsefnið og gefa jafnvel vísbendingu um það hvað megi betur fara. Þannig
er nálgun Rawls að mati Ólafs Páls „lærdómsrík fyrir okkur sem viljum meta
það samfélag sem við búum við með tilliti til þess hvort það er réttlátt“ og
„krafan um stjórnlagaþing, sem var ein af háværustu kröfum búsáhaldabylt-
ingarinnar, er krafa um slíka rannsókn á forsendum félagslegs réttlætis“.83
Akademísk rökræða og kappræður alþingismanna
víkjum aftur stuttlega að fræðamörkum í skilningnum markalínur á milli
fræða og þess sem er ófræðilegt, að þessu sinni ekki á milli fræðafólks og
skálda heldur fræði- og alþingismanna. Sem dæmi um svið er þarfnist um-
bóta í kjölfar hrunsins tekur Ólafur Páll þingið: „Á eiginlegum samræðu-
vettvangi ættu rök að skipta máli, en [menn] hirða ekki um að svara gagnrýni,
hversu málefnaleg sem hún annars kann að vera. Ástæðan er sú að Alþingi er
fyrst og fremst vettvangur valdabaráttu“.84 Áþekka greiningu á kappræðum
sjónin um menntaríkið“, Skírnir 2/2011, bls. 239–260.
80 Ólafur Páll Jónsson, „Lýðræði, réttlæti og haustið 2008“, bls. 298.
81 Sama rit, bls. 298.
82 Sama rit, bls. 304.
83 Sama rit, bls. 297, 296.
84 Sama rit, bls. 293.